Körfubolti

NBA í nótt: Radmanovic öflugur í fyrsta leik

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
"Vlad Rad" lék sinn fyrsta leik fyrir Charlotte í nótt.
"Vlad Rad" lék sinn fyrsta leik fyrir Charlotte í nótt. Nordic Photos / Getty Images
Vladimir Radmanovic lék sinn fyrsta leik fyrir Charlotte sem vann góðan sigur á LA Clippers í NBA-deildinni nótt, 94-73.

Þetta var fyrsti sigur Clippers í síðustu sex leikjum liðsins en Radmanovic setti niður þrjá þrista í fjórða leikhluta og var lykilmaður í 15-2 spretti liðsins sem skapaði sigurinn í leiknum.

Radmanovic kom frá Lakers nú um helgina og náði meira að segja ekki að æfa með Charlotte fyrir leikinn í gær. Það virtist þó ekki koma að sök.

Emeka Okafor var með nítján stig og sextán fráköst og þeir Boris Diaw og Raymond Felton voru með fimmtán stig hver.

Hjá Clippers var Zach Randolph stigahæstur með 20 stig og tíu fráköst. Eric Gordon bætti við sautján.

Philadelphia vann Phoenix, 108-91. Thaddeus Young skoraði 25 stig og Marreese Speights 24 sem er persónulegt met hjá honum. Andre Iguodala skoraði 22 stig og Samuel Dalembert tók ellefu fráköst.

Amare Stoudemire hefur verið sagður á leið frá Phoenix í bandarískum fjölmiðlum að undanförnu en hann spilaði með liðinu í nótt og skoraði nítján stig.

Memphis vann New Orleans, 85-80. OJ Mayo skoraði 22 stig og tók sextán frákst og Mike Conley var með átján stig og átta stoðsendingar.

Milwaukee vann Houston, 124-112. Charlie Villanueva skoraði 25 stig og tók átta fráköst.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×