Þrír útisigrar í úrslitakeppni NFL Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 12. janúar 2009 10:52 Ben Roethlisberger og félagar í Pittsburgh eru komnir í úrslit Ameríkudeildarinnar. Nordic Photos / Getty Images Nú er ljóst hvaða lið mætast í úrslitum Ameríku- og Þjóðardeildarinnar í úrslitakeppni NFL-deildarinnar en fjórðungsúrslitin fóru fram um helgina. Óhætt er að segja að úrslitakeppnin hafi ekki ollið vonbrigðum fyrir áhorfendur en leikirnir fjórir um helgina voru bráðskemmtilegir. Hið óvænta er að þremur að leikjunum fjórum lauk með útisigri og eru þar með þrjú af þeim fjórum liðum sem voru talin sterkust fyrir úrslitakeppnina úr leik. Eina liðið sem ekki tók þátt í Wild Card-helginni svokölluðu og komst áfram var Pittsburgh Steelers sem vann nokkuð auðveldan sigur á San Diego Chargers, 35-24, í gærkvöldi. San Diego byrjaði reyndar betur í leiknum og komst í 10-7 forystu eftir fyrsta leikhluta en Pittsburgh sýndi mikla yfirburði það sem eftir lifði leiks og tryggði sér öruggan sigur í fjórða leikhluta. Willie Parker skoraði tvö snertimörk í leiknum og leikstjórnandinn Ben Roethlisberger átti einnig margar eitraðar sendingar sem varnarmenn San Diego réðu illa við. Pittsburgh mætir Baltimore Ravens í úrslitum Ameríkudeildarinnar um næstu helgi. Baltimore gerði sér lítið fyrir og vann Tennessee Titans á laugardaginn, 13-10. Meistarar New York Giants féllu úr leik í Þjóðardeildinni er liðið tapaði fyrir Philadelphia Eagles, 23-11. Giants virtist aldrei eiga möguleika í leiknum og leikstjórnandinn Eli Manning var langt frá sínu besta. Giants skoraði þrjú vallarmörk í leiknum og Philadelphia eitt sjálfsmark. Staðan í hálfleik var 10-8 fyrir Philadelphia sem gekk endanlega frá leiknum í fjórða leikhluta. Philadelphia mætir Arizona í úrslitum Þjóðardeildarinnar en báðir þessir úrslitaleikir verða á sunnudag og báðir í beinni útsendingu á Stöð 2 Sporti. Erlendar Mest lesið Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Fótbolti Í beinni: Man. Utd - Wolves | Tvítugur nýliði byrjar hjá United Enski boltinn Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Körfubolti Í beinni: Ipswich - Arsenal | Búnir að stimpla sig út? Enski boltinn „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Körfubolti Fleiri fréttir Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Í beinni: Fulham - Chelsea | Mikið í húfi í Lundúnaslag Í beinni: Ipswich - Arsenal | Búnir að stimpla sig út? Í beinni: Man. Utd - Wolves | Tvítugur nýliði byrjar hjá United Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti Sjá meira
Nú er ljóst hvaða lið mætast í úrslitum Ameríku- og Þjóðardeildarinnar í úrslitakeppni NFL-deildarinnar en fjórðungsúrslitin fóru fram um helgina. Óhætt er að segja að úrslitakeppnin hafi ekki ollið vonbrigðum fyrir áhorfendur en leikirnir fjórir um helgina voru bráðskemmtilegir. Hið óvænta er að þremur að leikjunum fjórum lauk með útisigri og eru þar með þrjú af þeim fjórum liðum sem voru talin sterkust fyrir úrslitakeppnina úr leik. Eina liðið sem ekki tók þátt í Wild Card-helginni svokölluðu og komst áfram var Pittsburgh Steelers sem vann nokkuð auðveldan sigur á San Diego Chargers, 35-24, í gærkvöldi. San Diego byrjaði reyndar betur í leiknum og komst í 10-7 forystu eftir fyrsta leikhluta en Pittsburgh sýndi mikla yfirburði það sem eftir lifði leiks og tryggði sér öruggan sigur í fjórða leikhluta. Willie Parker skoraði tvö snertimörk í leiknum og leikstjórnandinn Ben Roethlisberger átti einnig margar eitraðar sendingar sem varnarmenn San Diego réðu illa við. Pittsburgh mætir Baltimore Ravens í úrslitum Ameríkudeildarinnar um næstu helgi. Baltimore gerði sér lítið fyrir og vann Tennessee Titans á laugardaginn, 13-10. Meistarar New York Giants féllu úr leik í Þjóðardeildinni er liðið tapaði fyrir Philadelphia Eagles, 23-11. Giants virtist aldrei eiga möguleika í leiknum og leikstjórnandinn Eli Manning var langt frá sínu besta. Giants skoraði þrjú vallarmörk í leiknum og Philadelphia eitt sjálfsmark. Staðan í hálfleik var 10-8 fyrir Philadelphia sem gekk endanlega frá leiknum í fjórða leikhluta. Philadelphia mætir Arizona í úrslitum Þjóðardeildarinnar en báðir þessir úrslitaleikir verða á sunnudag og báðir í beinni útsendingu á Stöð 2 Sporti.
Erlendar Mest lesið Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Fótbolti Í beinni: Man. Utd - Wolves | Tvítugur nýliði byrjar hjá United Enski boltinn Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Körfubolti Í beinni: Ipswich - Arsenal | Búnir að stimpla sig út? Enski boltinn „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Körfubolti Fleiri fréttir Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Í beinni: Fulham - Chelsea | Mikið í húfi í Lundúnaslag Í beinni: Ipswich - Arsenal | Búnir að stimpla sig út? Í beinni: Man. Utd - Wolves | Tvítugur nýliði byrjar hjá United Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti Sjá meira