Allir velkomnir í hópinn Ögmundur Jónasson skrifar 12. febrúar 2009 00:01 Það er ekki langt síðan forstjóri Sjóvár sendi síðast út greiðsluseðla fyrir tryggingum. Verið var að hækka þær um 40% á milli ára. Engin lækkun í boði þar! Sami forstjóri, Þór Sigfússon, auglýsir eftir þjóðarsátt um niðurskurð ríkisútgjalda. Það gerir hann sem formaður Samtaka atvinnulífsins. Hvert mannsbarn veit að nú er okkur gert að skera almannaþjónustuna niður við trog. Laun hafa lækkað, svo og framlög til heilbrigðismála og krafa er á enn frekari niðurskurð. Á markaði er víða sömu sögu að segja. Skuldum hlaðin fyrirtæki draga saman seglin og hin ábyrgari reyna að halda verði á vöru og þjónustu í lágmarki. Þau vita að samhliða kaupmáttarrýrnun almennings þurfa þau að lækka gjöld, ekki hækka þau eins og Þór Sigfússon gerir. Ég held að flestir geri sér grein fyrir því að eina leiðin til að við vinnum okkur út úr þrengingunum sem félagar Þórs Sigfússonar í Samtökum atvinnulífsins bera óneitanlega margir ábyrgð á, er að við gerum það saman: Að við tryggjum aukinn jöfnuð í samfélaginu um leið og við vinnum okkur út úr heimatilbúnum vanda; að ef við förum „útrásarleið" Samtaka atvinnulífsins með tilheyrandi ójöfnuði þá komumst við hvorki lönd né strönd. Þór Sigfússon, sem talar fyrir atvinnurekendur í landinu, gerir lítið úr hugmyndum um að þjóðin standi saman og vinni sig út úr vandanum, sbr. sérstaka tilkynningu sem hann sendi frá sér í byrjun vikunnar. Þar segir: „Í útgjaldaráðuneytum virðist mest bera á vissum popúlisma, talað um að skera niður laun hálaunafólksins í læknastéttum, fyrirhugaðar sparnaðaraðgerðir hafa verið settar í bið og því haldið á lofti að ráðherrar labbi í vinnuna." Hvað er forstjórinn að leggja til? Er hann að leggja til að laun starfsmanna í eldhúsi spítalanna verði lækkuð? Inn í hvaða tíma er maðurinn að tala? Fór fram hjá honum bankahrunið og hugmyndafræðin sem bankar og fyrirtæki byggðu á fram í september á síðasta ári? Ætli hann tali fyrir þann stóra hóp atvinnurekenda sem í sveita síns andlits vinna baki brotnu til að halda fyrirtækjum sínum á floti og leggja sig fram um að reyna að halda fólki í vinnu? Ætli hann tali til dæmis fyrir dugmikla útgerðarmenn? Ég trúi því ekki. Ísland hefur breyst. Lausnirnar sem talsmenn Samtaka atvinnulífsins töluðu fyrir 2006, 2007 og 2008 eiga ekki lengur við. Því fyrr sem menn leggja til hliðar gömlu frasana og finna sér nýja hugmyndafræði þeim mun hraðar komumst við út úr kreppunni. Við eigum aldrei að sætta okkur við að samfélag ójöfnuðar verði endurreist, samfélagið sem hrundi fyrir fimm mánuðum, samfélagið sem popúlistarnir í sérhagsmunahópi atvinnulífsins bera meginábyrgðina á. Ef Þór Sigfússon er tilbúinn að slást í hóp okkar sem viljum vinna okkur út úr vandanum með jöfnuðinn að leiðarljósi þá veri hann velkominn. Ef formaður SA ætlar hins vegar að halda sig í veröld sem var, dæmir hann sjálfan sig og samtök sín úr leik. Höfundur er heilbrigðisráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ögmundur Jónasson Tengdar fréttir Að sparka eins og stelpa Frasinn að sparka eins og stelpa er gjarnan notaður þegar einhver hefur þótt sparka illa. Að kasta eins og stelpa eða hlaupa eins og stelpa þykir víst líka slæmt. Drengir ganga sjálfkrafa út frá því að þeir standi stúlkum framar í flestu. Mörgum þeirra líkar því illa ef kona skákar þeim á einhvern hátt. 12. febrúar 2009 06:00 Mest lesið Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Það byrjaði sem gola en brátt var komið rok Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir skrifar Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Framsókn í forystu fyrir meira og hagkvæmara húsnæði Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Betra veður fyrir íþróttakrakkana okkar! Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Grjótið í eggjakörfunni Gunnsteinn R. Ómarsson skrifar Skoðun Vondar hugmyndir í verðbólgu Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Hvað viltu að bíði þín heima? Þórdís Dröfn Andrésdóttir skrifar Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Sjá meira
Það er ekki langt síðan forstjóri Sjóvár sendi síðast út greiðsluseðla fyrir tryggingum. Verið var að hækka þær um 40% á milli ára. Engin lækkun í boði þar! Sami forstjóri, Þór Sigfússon, auglýsir eftir þjóðarsátt um niðurskurð ríkisútgjalda. Það gerir hann sem formaður Samtaka atvinnulífsins. Hvert mannsbarn veit að nú er okkur gert að skera almannaþjónustuna niður við trog. Laun hafa lækkað, svo og framlög til heilbrigðismála og krafa er á enn frekari niðurskurð. Á markaði er víða sömu sögu að segja. Skuldum hlaðin fyrirtæki draga saman seglin og hin ábyrgari reyna að halda verði á vöru og þjónustu í lágmarki. Þau vita að samhliða kaupmáttarrýrnun almennings þurfa þau að lækka gjöld, ekki hækka þau eins og Þór Sigfússon gerir. Ég held að flestir geri sér grein fyrir því að eina leiðin til að við vinnum okkur út úr þrengingunum sem félagar Þórs Sigfússonar í Samtökum atvinnulífsins bera óneitanlega margir ábyrgð á, er að við gerum það saman: Að við tryggjum aukinn jöfnuð í samfélaginu um leið og við vinnum okkur út úr heimatilbúnum vanda; að ef við förum „útrásarleið" Samtaka atvinnulífsins með tilheyrandi ójöfnuði þá komumst við hvorki lönd né strönd. Þór Sigfússon, sem talar fyrir atvinnurekendur í landinu, gerir lítið úr hugmyndum um að þjóðin standi saman og vinni sig út úr vandanum, sbr. sérstaka tilkynningu sem hann sendi frá sér í byrjun vikunnar. Þar segir: „Í útgjaldaráðuneytum virðist mest bera á vissum popúlisma, talað um að skera niður laun hálaunafólksins í læknastéttum, fyrirhugaðar sparnaðaraðgerðir hafa verið settar í bið og því haldið á lofti að ráðherrar labbi í vinnuna." Hvað er forstjórinn að leggja til? Er hann að leggja til að laun starfsmanna í eldhúsi spítalanna verði lækkuð? Inn í hvaða tíma er maðurinn að tala? Fór fram hjá honum bankahrunið og hugmyndafræðin sem bankar og fyrirtæki byggðu á fram í september á síðasta ári? Ætli hann tali fyrir þann stóra hóp atvinnurekenda sem í sveita síns andlits vinna baki brotnu til að halda fyrirtækjum sínum á floti og leggja sig fram um að reyna að halda fólki í vinnu? Ætli hann tali til dæmis fyrir dugmikla útgerðarmenn? Ég trúi því ekki. Ísland hefur breyst. Lausnirnar sem talsmenn Samtaka atvinnulífsins töluðu fyrir 2006, 2007 og 2008 eiga ekki lengur við. Því fyrr sem menn leggja til hliðar gömlu frasana og finna sér nýja hugmyndafræði þeim mun hraðar komumst við út úr kreppunni. Við eigum aldrei að sætta okkur við að samfélag ójöfnuðar verði endurreist, samfélagið sem hrundi fyrir fimm mánuðum, samfélagið sem popúlistarnir í sérhagsmunahópi atvinnulífsins bera meginábyrgðina á. Ef Þór Sigfússon er tilbúinn að slást í hóp okkar sem viljum vinna okkur út úr vandanum með jöfnuðinn að leiðarljósi þá veri hann velkominn. Ef formaður SA ætlar hins vegar að halda sig í veröld sem var, dæmir hann sjálfan sig og samtök sín úr leik. Höfundur er heilbrigðisráðherra.
Að sparka eins og stelpa Frasinn að sparka eins og stelpa er gjarnan notaður þegar einhver hefur þótt sparka illa. Að kasta eins og stelpa eða hlaupa eins og stelpa þykir víst líka slæmt. Drengir ganga sjálfkrafa út frá því að þeir standi stúlkum framar í flestu. Mörgum þeirra líkar því illa ef kona skákar þeim á einhvern hátt. 12. febrúar 2009 06:00
Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar
Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar
Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar
Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar