Jarðtengdir stjórnmálamenn óskast Margrét Kristmannsdóttir og Andrés Magnússon skrifar 15. október 2009 06:00 Nú rúmu ári eftir hrunið sjá íslensk fyrirtæki ekki enn til lands. Rekstrarumhverfi þeirra er skelfilegt – endurfjármögnun er í uppnámi, háir vextir gera það fjármagn sem í boði er of dýrt til að réttlæta framkvæmdir, há verðbólga, fallandi eða hrunin eftirspurn, handónýtur gjaldmiðill og svo mætti áfram telja. Lunginn úr atvinnulífinu hefur fyrir löngu pakkað saman í vörn og bíður átekta – bíður eftir því að rekstrarumhverfið komist í það horf að hægt sé að fara að skapa verðmæti og ráða fólk til vinnu. Fyrir mörg fyrirtæki er tíminn einfaldlega að renna út. Illa haldið á IcesaveAndrés MagnússonEn eftir hverju er beðið? Svarið er einfalt: að stjórnmálamenn á Íslandi klári Icesave-málið. Það skal hins vegar tekið fram að innan raða atvinnurekenda eru og hafa verið mjög skiptar skoðanir á Icesave eins og hjá þjóðinni allri. Margir atvinnurekendur telja að þjóðinni beri ekki að borga Icesave á meðan aðrir telja það bæði rétt og siðferðislega skyldu þjóðarinnar að greiða sparifjáreigendum í Bretlandi og Hollandi lágmarksinnistæður á sama hátt og innistæður Íslendinga voru tryggðar við hrunið. Langflestir atvinnurekendur telja hins vegar að stjórnvöld á Íslandi hafi haldið afar illa á Icesave-málinu frá upphafi enda er mjög auðvelt að gagnrýna það ferli allt saman. Hins vegar skipta þessar skoðanir nú litlu máli. Við stöndum frammi fyrir orðnum hlut – staðreyndum – og verðum að taka ákvarðanir í samræmi við þær. Við getum haft allar skoðanir á fortíðinni en henni breytum við ekki. Það eru ákvarðanirnar í dag sem skipta máli – ákvarðanir sem koma til með að móta framtíðina. Íslenskir stjórnmálamenn hafa eytt gríðarlegri orku og dýrmætum tíma í umfjöllun um Icesave-málið og er það að mörgu leyti vel. Hins vegar er mál að linni. Talið er að skuldir ríkisins muni vaxa úr 300 milljörðum árið 2007 í 2.000 milljarða á næsta ári ef gert er ráð fyrir að kostnaður þjóðarinnar vegna Icesave verði um 300 milljarðar. Hlutur Icesave í heildarskuldum þjóðarinnar verður því sennilega í kringum 15%. Umfjöllun um þessi 15% hefur fengið mikla umfjöllun á meðan varla hefur verið minnst á aðra kostnaðarliði í hruninu – marga álíka stóra og Icesave, s.s. fjármögnun Seðlabankans til að koma í veg fyrir gjaldþrot hans og inngreiðslur í peningamarkssjóði bankanna, kostnaðarliður sem stjórnmálamenn bera þó beina ábyrgð á. Skelfilegar afleiðingarÍ síðustu viku komu fram greinargerðir frá Seðlabanka Íslands og efnahags- og viðskiptaráðuneytinu um áhrif þess að frekari tafir verði á endurskoðun efnahagsáætlunar AGS og þar með afgreiðslu lána frá vinaþjóðum. Eru afleiðingarnar hreint út sagt skelfilegar en allir ættu að vita að forsendur fyrir endurskoðuninni og þar með afgreiðslu lána er bundnar við lausn Icesave. Allt hangir því saman við lausn Icesave-málsins – það hefur hreinlega verið stafað ofan í þjóðina. Enn eru þó stjórnmálamenn sem fullyrða annað, telja réttast að greiða ekki Icesave, reka beri AGS heim, að þjóðin geti ein og sér unnið sig út úr vandræðunum. Vandinn er hins vegar að þessum fullyrðingum fylgja engar útfærðar leiðir og á meðan svo er er vart hægt að taka þær trúanlegar. Stjórnmálamenn axli ábyrgðVið núverandi aðstæður krefst íslenskt viðskiptalíf þess að stjórnmálamenn axli ábyrgð hvar í flokki sem þeir standa. Íslenskt viðskiptalíf þolir ekki frekari tafir í þessu máli. Þeir stjórnmálamenn sem telja að þeir sjálfir spili veigamesta hlutverkið í uppbyggingu þjóðarinnar eru á villigötum. Þeirra hlutverk er m.a. að sjá til þess að ytra umhverfi viðskiptalífsins sé með þeim hætti að fyrirtæki fái þrifist – að þau geti skapað verðmæti og störf fyrir fyrirtækin og heimilin í landinu. Hver einasti dagur, hver einasta vika sem líður við núverandi aðstæður er þjóðinni afar dýr. Stjórnmálamenn verða að átta sig á því að þeir geta ekki einblínt á útgjöld á borð við Icesave en skeytt engu um það hversu dýr þessi töf er orðin í töpuðum tekjum – töpuðum skatttekjum frá bæði fyrirtækum og heimilum. Stjórnmálamenn geta talið sér trú um að þeir séu að gæta hagsmuna þjóðarinnar með því að vinna gegn greiðslu Icesave, en með því eru þeir jafnframt að koma í veg fyrir að aukning verði á tekjum ríkisins með heilbrigðu atvinnulífi og þar með góðri afkomu heimila. Stjórnmálamenn sem telja að enn þurfi að eyða dýrmætum tíma til að reyna að ná betri samningi við Breta og Hollendinga eru að skaða þjóðina með beinum hætti, enda munu tapaðar tekjur án vafa verða miklu hærri en hugsanlegur ávinningur nokkurn tímann. Þolinmæðin á þrotumEf stjórnmálamenn í stjórn eða stjórnarandstöðu treysta ekki orðum allra þeirra innlendu og erlendu aðila sem hafa fullyrt að lausn Icesave-málsins sé forsenda fyrir því að við komumst áfram – getum farið að byggja upp að nýju og koma hjólum atvinnulífsins í gang – verða þeir að taka orð atvinnulífsins sjálfs trúanleg. Mánuðum saman hefur atvinnulífið sýnt Alþingi ótrúlega þolinmæði þegar Icesave-málið tók allan kraft og tíma þingsins svo vikum skipti. Nú er þolinmæðin hins vegar á þrotum – hvorki fyrirtækin né heimilin í landinu þola núverandi ástand lengur. Ef stjórnmálamenn gera sér ekki grein fyrir því eru þeir einfaldlega ekki jarðtengdir og fyrir þannig stjórnmálamenn hefur þjóðin enga þörf. Margrét Kristmannsdóttir er formaður og Andrés Magnússon framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Andrés Magnússon Margrét Kristmannsdóttir Mest lesið Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Börn, ungmenni og geðheilsa Tómas Þór Þórðarson,Gunnar Örn Jóhannsson Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun Bætum umhverfið svo öll börn geti blómstrað Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage Skoðun Úreltar og óréttmætar hvalveiðar Henry Alexander Henrysson Skoðun Áhyggjulaust ævikvöld Gísli Rafn Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Óæskilegar uppskerur Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Úreltar og óréttmætar hvalveiðar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Bætum umhverfið svo öll börn geti blómstrað Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage skrifar Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Áhyggjulaust ævikvöld Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afsláttur af mannréttindum Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Útrýmum kjaragliðnun Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon skrifar Skoðun Börn, ungmenni og geðheilsa Tómas Þór Þórðarson,Gunnar Örn Jóhannsson skrifar Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins á meðal fólks Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Er sjávarútvegurinn bara aukaleikari? Kristófer Máni Sigursveinsson skrifar Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson skrifar Skoðun Kennarar – sanngjörn laun? Ólöf P. Úlfarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfsvígstíðni - Gerum betur Þórarinn Guðni Helgason skrifar Skoðun Kæru kennarar Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfbærni á dagskrá, takk! Hafdís Hanna Ægisdóttir,Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kynslóðasáttmálann má ekki rjúfa Finnbjörn A. Hermannsson,Eyjólfur Árni Rafnsson skrifar Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar Skoðun Fyrirhyggjan tryggir lágt og stöðugt verð Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gerum betur – breytum þessu Arnar Páll Guðmundsson skrifar Skoðun Það eiga allir séns Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Andleg þrautseigja: Að vaxa í gegnum áskoranir Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Sjá meira
Nú rúmu ári eftir hrunið sjá íslensk fyrirtæki ekki enn til lands. Rekstrarumhverfi þeirra er skelfilegt – endurfjármögnun er í uppnámi, háir vextir gera það fjármagn sem í boði er of dýrt til að réttlæta framkvæmdir, há verðbólga, fallandi eða hrunin eftirspurn, handónýtur gjaldmiðill og svo mætti áfram telja. Lunginn úr atvinnulífinu hefur fyrir löngu pakkað saman í vörn og bíður átekta – bíður eftir því að rekstrarumhverfið komist í það horf að hægt sé að fara að skapa verðmæti og ráða fólk til vinnu. Fyrir mörg fyrirtæki er tíminn einfaldlega að renna út. Illa haldið á IcesaveAndrés MagnússonEn eftir hverju er beðið? Svarið er einfalt: að stjórnmálamenn á Íslandi klári Icesave-málið. Það skal hins vegar tekið fram að innan raða atvinnurekenda eru og hafa verið mjög skiptar skoðanir á Icesave eins og hjá þjóðinni allri. Margir atvinnurekendur telja að þjóðinni beri ekki að borga Icesave á meðan aðrir telja það bæði rétt og siðferðislega skyldu þjóðarinnar að greiða sparifjáreigendum í Bretlandi og Hollandi lágmarksinnistæður á sama hátt og innistæður Íslendinga voru tryggðar við hrunið. Langflestir atvinnurekendur telja hins vegar að stjórnvöld á Íslandi hafi haldið afar illa á Icesave-málinu frá upphafi enda er mjög auðvelt að gagnrýna það ferli allt saman. Hins vegar skipta þessar skoðanir nú litlu máli. Við stöndum frammi fyrir orðnum hlut – staðreyndum – og verðum að taka ákvarðanir í samræmi við þær. Við getum haft allar skoðanir á fortíðinni en henni breytum við ekki. Það eru ákvarðanirnar í dag sem skipta máli – ákvarðanir sem koma til með að móta framtíðina. Íslenskir stjórnmálamenn hafa eytt gríðarlegri orku og dýrmætum tíma í umfjöllun um Icesave-málið og er það að mörgu leyti vel. Hins vegar er mál að linni. Talið er að skuldir ríkisins muni vaxa úr 300 milljörðum árið 2007 í 2.000 milljarða á næsta ári ef gert er ráð fyrir að kostnaður þjóðarinnar vegna Icesave verði um 300 milljarðar. Hlutur Icesave í heildarskuldum þjóðarinnar verður því sennilega í kringum 15%. Umfjöllun um þessi 15% hefur fengið mikla umfjöllun á meðan varla hefur verið minnst á aðra kostnaðarliði í hruninu – marga álíka stóra og Icesave, s.s. fjármögnun Seðlabankans til að koma í veg fyrir gjaldþrot hans og inngreiðslur í peningamarkssjóði bankanna, kostnaðarliður sem stjórnmálamenn bera þó beina ábyrgð á. Skelfilegar afleiðingarÍ síðustu viku komu fram greinargerðir frá Seðlabanka Íslands og efnahags- og viðskiptaráðuneytinu um áhrif þess að frekari tafir verði á endurskoðun efnahagsáætlunar AGS og þar með afgreiðslu lána frá vinaþjóðum. Eru afleiðingarnar hreint út sagt skelfilegar en allir ættu að vita að forsendur fyrir endurskoðuninni og þar með afgreiðslu lána er bundnar við lausn Icesave. Allt hangir því saman við lausn Icesave-málsins – það hefur hreinlega verið stafað ofan í þjóðina. Enn eru þó stjórnmálamenn sem fullyrða annað, telja réttast að greiða ekki Icesave, reka beri AGS heim, að þjóðin geti ein og sér unnið sig út úr vandræðunum. Vandinn er hins vegar að þessum fullyrðingum fylgja engar útfærðar leiðir og á meðan svo er er vart hægt að taka þær trúanlegar. Stjórnmálamenn axli ábyrgðVið núverandi aðstæður krefst íslenskt viðskiptalíf þess að stjórnmálamenn axli ábyrgð hvar í flokki sem þeir standa. Íslenskt viðskiptalíf þolir ekki frekari tafir í þessu máli. Þeir stjórnmálamenn sem telja að þeir sjálfir spili veigamesta hlutverkið í uppbyggingu þjóðarinnar eru á villigötum. Þeirra hlutverk er m.a. að sjá til þess að ytra umhverfi viðskiptalífsins sé með þeim hætti að fyrirtæki fái þrifist – að þau geti skapað verðmæti og störf fyrir fyrirtækin og heimilin í landinu. Hver einasti dagur, hver einasta vika sem líður við núverandi aðstæður er þjóðinni afar dýr. Stjórnmálamenn verða að átta sig á því að þeir geta ekki einblínt á útgjöld á borð við Icesave en skeytt engu um það hversu dýr þessi töf er orðin í töpuðum tekjum – töpuðum skatttekjum frá bæði fyrirtækum og heimilum. Stjórnmálamenn geta talið sér trú um að þeir séu að gæta hagsmuna þjóðarinnar með því að vinna gegn greiðslu Icesave, en með því eru þeir jafnframt að koma í veg fyrir að aukning verði á tekjum ríkisins með heilbrigðu atvinnulífi og þar með góðri afkomu heimila. Stjórnmálamenn sem telja að enn þurfi að eyða dýrmætum tíma til að reyna að ná betri samningi við Breta og Hollendinga eru að skaða þjóðina með beinum hætti, enda munu tapaðar tekjur án vafa verða miklu hærri en hugsanlegur ávinningur nokkurn tímann. Þolinmæðin á þrotumEf stjórnmálamenn í stjórn eða stjórnarandstöðu treysta ekki orðum allra þeirra innlendu og erlendu aðila sem hafa fullyrt að lausn Icesave-málsins sé forsenda fyrir því að við komumst áfram – getum farið að byggja upp að nýju og koma hjólum atvinnulífsins í gang – verða þeir að taka orð atvinnulífsins sjálfs trúanleg. Mánuðum saman hefur atvinnulífið sýnt Alþingi ótrúlega þolinmæði þegar Icesave-málið tók allan kraft og tíma þingsins svo vikum skipti. Nú er þolinmæðin hins vegar á þrotum – hvorki fyrirtækin né heimilin í landinu þola núverandi ástand lengur. Ef stjórnmálamenn gera sér ekki grein fyrir því eru þeir einfaldlega ekki jarðtengdir og fyrir þannig stjórnmálamenn hefur þjóðin enga þörf. Margrét Kristmannsdóttir er formaður og Andrés Magnússon framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu.
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun