Körfubolti

Sjötti sigur Cleveland í röð

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
LeBron James virðist algerlega óstöðvandi.
LeBron James virðist algerlega óstöðvandi. Nordic Photos / Getty Images
Cleveland vann sinn sjötta sigur í röð í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í nótt er liðið vann Atlanta, 105-85, á heimavelli sínum.

Það sem meira er að Cleveland hefur ekki unnið þessa sex leiki með ekki minni mun en tíu stigum. Það er metjöfnun í úrslitakeppninni en eina liðið sem hafði afrekað það áður var Indiana árið 2004.

Cleveland jafnaði einnig 20 ára gamalt met LA Lakers með því að vinna sinn þriðja leik í röð í úrslitakeppni með minnst 20 stiga mun.

LeBron James fór sem fyrr á kostum í leiknum. Hann skoraði 27 stig og skoraði flautukörfur í bæði lok fyrsta og annars leikhluta. Mo Williams skoraði fimmtán stig fyrir Cleveland sem er nú komið í 2-0 forystu í undanúrslitaeinvígi sínu gegn Atlanta í Austurdeildinni. Næstu tveir leikir fara fram á heimavelli Atlanta.

Maurice Evans skoraði sextán stig fyrir Atlanta og Mike Bibby ellefu. Al Horford og Marvin Williams voru frá vegna meiðsla og þá meiddist Joe Johnson í þriðja leikhluta og kom ekki meira við sögu í leiknum.

Óhætt er að segja að Cleveland hafi lítið þurft að hafa fyrir sigrinum en liðið náði mest 36 stiga forystu í þriðja leikhluta.
NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×