Sport

Serena og Safina í úrslitin

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Serena Williams keppir í úrslitunum um helgina.
Serena Williams keppir í úrslitunum um helgina. Nordic Photos / AFP
Það verða Serena Williams og Dinara Safina sem mætast í úrslitum einliðaleiks kvenna á opna ástralska meistaramótinu í tennis um helgina.

Serena bar sigurorð af hinni rússnesku Elenu Dementievu, 6-3 og 6-4, í nótt. Dementieva var talsvert frá sínu besta í viðureigninni en hún klúðraði uppgjöf tvívegis sem gerði Williams kleift að taka forystuna í öðru setti.

Það voru tveir rússneskir keppendur sem mættust í hinni undanúrslitaviðureigninni. Þar hafði Safina betur gegn Veru Zvonarevu, 6-3 og 7-6.

„Ég var mjög róleg," sagði Williams. „Ég er mjög róleg að hafa náð svona langt og greinilegt að öll vinnan er að skila sér. Markmiðið mitt er að vera sú besta og að vinna eina viðureign til viðbótar hér á þessu móti."

Sigurvegarinn í úrslitaleiknum mun ná efsta sæti styrkleikalista Alþjóða tennissambandsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×