Körfubolti

Jón Halldor: Ég taldi sex loftbolta í fyrri hálfleik

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jón Halldór Eðvaldsson, þjálfari kvennaliðs Keflavíkur.
Jón Halldór Eðvaldsson, þjálfari kvennaliðs Keflavíkur. Mynd/Stefán
Jón Halldór Eðvaldsson, þjálfari kvennaliðs Keflavíkur í Iceland Express deildinni var allt annað en sáttur með frammistöðu sinna stelpna í tapinu á móti KR í DHL-Höllinni í kvöld.

„Þær voru bara skíthræddar við þær. KR-stelpurnar eru náttúrulega búnar að vinna alla leiki nema einn í vetur og stelpurnar mínar voru bara skíthræddar við þær," ítrekaði Jón Halldór.

„Það sáu það allir sem þekkja liðið mitt að þetta er ekki það sem við erum þekktar fyrir. Við spiluðum lélega vörn og fengum sem dæmi mjög fáar villur í fyrrihálfleik sem er mjög óeðlilegt. Það segir mér sem þjálfara að við vorum ekki að spila nógu grimma vörn," sagði Jón Halldór sem var ekkert sáttari við sóknarleikinn.

„Þær eru að yfirdekka okkur og við þorum ekki að bregðast við því. Ég held að ég hafi talið rétt að við höfum verið með sex loftbolta í fyrri hálfleik," sagði Jón Halldór ósáttur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×