Enski boltinn

Ronaldo ákvað að fara í fyrra

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Cristiano Ronaldo í leik með Manchester United.
Cristiano Ronaldo í leik með Manchester United. Nordic Photos / Getty Images
Cristiano Ronaldo segir í viðtali við News of the World í dag að hann hafi ákveðið sig síðasta sumar að fara frá Manchester United.

Ronaldo og hans fulltrúar eru að ganga frá samningum við Real Madrid en United hefur samþykkt kauptilboð upp á 80 milljónir punda í kappann.

Hann var sterklega orðaður við Real Madrid í fyrra en ekkert varð úr því að hann færi þá.

Ronaldo átti frábæru gengi að fagna með United á þarsíðasta tímabili er liðið varð bæði Englands- og Evrópumeistari auk þess sem að Ronaldo hirti flest þau einstaklingsverðlaun sem hann gat fengið það tímabilið.

„Eftir að við urðum Evrópumeistarar fannst mér að ég gæti ekkert meira afrekað hér," er haft eftir Ronaldo. „Og þá veit maður að það er kominn tími á nýja áskorun."

„Ég varð áfram í eitt tímabil til viðbótar og það var ánægjulegt að vinna þriðja meistaratitilinn í röð. En draumur minn var að spila með Madrid."

Hann sagðist einnig ekki hafa farið til Real vegna peninganna. „Ég vil verða sá allra besti. Það mun kosta mikla vinnu en það er markmiðið mitt. Ef maður verður einn sá besti hjá Real þýðir það að maður verður einn sá besti í sögunni."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×