Fótbolti

Xavi: Ronaldo er óstjórnanlegur

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Xavi fagnar marki í leik með Barcelona.
Xavi fagnar marki í leik með Barcelona. Nordic Photos / AFP

Þó svo að Cristiano Ronaldo sé ekki enn formlega genginn í raðir Real Madrid hefur Xavi Hernandez, leikmaður erkifjendanna í Barcelona, látið Portúgalann sykursæta heyra það í fjölmiðlum.

„Ég myndi ekki vilja fá hann til hingað," sagði Xavi. „Við höfum ekkert pláss fyrir leikmenn hjá Barcelona sem eru á síðum allra slúðurblaðanna. Við erum íþróttamenn og leggjum hart að okkur sem slíkur. Hann, á hinn bóginn, er óstjórnanlegur."

Barcelona varð þrefaldur meistari nú í vor og segir Xavi að koma Ronaldo og Kaka til Real Madrid hafi ekki dregið úr væntingum þeirra fyrir næsta tímabil. „Við ætlum að vinna fleiri titla. Besti leikmaður heims er Lionel Messi og það er engin hætta á því að hann muni svíkja lit."

„Við erum líka með Andres Iniesta, Thierry Henry og Samuel Eto'o. Við erum því færir um allt."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×