Haukar lögðu Fram í Safamýri Henry Birgir Gunnarsson skrifar 5. mars 2009 19:12 Viggó Sigurðsson stýrir Fram gegn sínu gamla félagi í kvöld. Mynd/Anton Topplið Hauka vann góðan sigur á Fram, 22-27, í hörkuleik í Safamýrinni í kvöld. Haukarnir efstir sem fyrr í deildinni en Fram verður í miklum slag um að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni. Vísir var með beina textalýsingu frá leiknum. Hana má sjá hér að neðan. Leik lokið: Haukar sigra þennan slagsmálaleik sannfærandi. 56. mín: Haukar kláruðu þennan leik í 17-18. Skoruðu 6 mörk í röð og tryggðu sér stigin tvö. Staðan 18-24. 53. mín: Sigurbergur að detta í gírinn á lokakaflanum eftir mörg misheppnuð skot. Haukar með ágætt tak á þessum leik, 17-22. 50. mín: Birkir varði nokkra bolta og Haukar komust í 15-18. Þá komu Framarar aftur til baka og minnkuðu muninn í 17-18. Nú er staðan 17-19. Þetta er rosalegur leikur. 45. mín: Magnús Erlendsson ver eins og berserkur og hjálpar Fram að komast aftur inn í leikinn. Staðan 15-16 fyrir Hauka. 40. mín: Haukar að ná smá tökum á þessum leik sem hefur verið æsispennandi. Sóknarleikur Fram að klikka. 13-16 fyrir Hauka. 35. mín: Rúnar og Sigurbergur reyna að skjóta sig í gang með misjöfnum árangri en skotnýting ungu stjarnanna er skelfileg í þessum leik. 11-13 fyrir Hauka. 30. mín: Framarar rúlluðu út aukastúku í leikhléi við varamannabekk Hauka, að því er virtist að óþörfu enda pláss hinum megin í húsinu. Kjartan Steinbach eftirlitsdómari var einhverra hluta vegna á móti því og lét Framara ganga frá stúkunni á nýjan leik eftir að áhorfendur voru sestir í stúkuna. Sérstök uppákoma. Hálfleikur: 10-11 fyrir Hauka. Átakamiklum fyrri hálfleik lokið. Heitt í mönnum og fast tekist á. Ætti að verða æsilegur síðari hálfleikur. Rúnar Kárason hefur skorað mest Framara eða 3 mörk, þar af 2 úr vítum. Magnús Erlendsson verið þeirra bestur og séð til þess að munurinn er aðeins eitt mark með því að verja 12 skot í hálfleiknum. Sigurbergur Sveinsson hefur skorað mest Hauka eða 5 mörk, þar af 4 úr vítum. Birkir Ívar Guðmundsson hefur varið 8 skot í Haukamarkinu. 27. mín: 9-10 fyrir Hauka. Arnar Pétursson að taka á Rúnari Kárasyni en Arnar varð brjálaður er Rúnar sló til Gunnars áðan. Arnar reynir að æsa Rúnar upp. 24. mín: Framarar aðeins að koma til baka og Haukar taka leikhlé. Staðan 8-9 fyrir Hauka. 20. mín: Aron Kristjánsson, þjálfari Hauka, kominn með gult spjald og er enn æstur. Hann virkar taugatrekktur en Viggó Sigurðsson er með rólegra móti á hinum bekknum. Það kraumar undir og ekki hjálpar til að dómarar eru frekar mistækir. Staðan 6-8 fyrir Hauka. 15. mín: Allt að sjóða upp úr. Rúnar Kárason virtist slá framan í Gunnar Berg Viktorsson sem var við eigin bekk. Haukarnir brjálaðir og Rúnar líka sem vildi fá fríkast skömmu áður. Hann virtist sleppa vel með skrekkinn þarna. 10. mín: Enn mikil átök og sterkar varnir hjá báðum liðum. 3-4 fyrir Hauka. 5. mín: Fast tekist á fyrstu mínúturnar og ljóst að ekkert verður gefið eftir. Ekkert sérstaklega margir áhorfendur en hafa hátt með stórum trommum. Staðan 2-1 fyrir Fram. Olís-deild karla Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Fótbolti Íranir ætluðu ekki að húðstrýkja Ronaldo Fótbolti Fleiri fréttir Hundrað prósenta Sigvaldi í úrvalsliði Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt „Eins manns dauði er annars brauð“ „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ „Grimmd og gleði“ skilaði sannfærandi sigri Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Sjá meira
Topplið Hauka vann góðan sigur á Fram, 22-27, í hörkuleik í Safamýrinni í kvöld. Haukarnir efstir sem fyrr í deildinni en Fram verður í miklum slag um að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni. Vísir var með beina textalýsingu frá leiknum. Hana má sjá hér að neðan. Leik lokið: Haukar sigra þennan slagsmálaleik sannfærandi. 56. mín: Haukar kláruðu þennan leik í 17-18. Skoruðu 6 mörk í röð og tryggðu sér stigin tvö. Staðan 18-24. 53. mín: Sigurbergur að detta í gírinn á lokakaflanum eftir mörg misheppnuð skot. Haukar með ágætt tak á þessum leik, 17-22. 50. mín: Birkir varði nokkra bolta og Haukar komust í 15-18. Þá komu Framarar aftur til baka og minnkuðu muninn í 17-18. Nú er staðan 17-19. Þetta er rosalegur leikur. 45. mín: Magnús Erlendsson ver eins og berserkur og hjálpar Fram að komast aftur inn í leikinn. Staðan 15-16 fyrir Hauka. 40. mín: Haukar að ná smá tökum á þessum leik sem hefur verið æsispennandi. Sóknarleikur Fram að klikka. 13-16 fyrir Hauka. 35. mín: Rúnar og Sigurbergur reyna að skjóta sig í gang með misjöfnum árangri en skotnýting ungu stjarnanna er skelfileg í þessum leik. 11-13 fyrir Hauka. 30. mín: Framarar rúlluðu út aukastúku í leikhléi við varamannabekk Hauka, að því er virtist að óþörfu enda pláss hinum megin í húsinu. Kjartan Steinbach eftirlitsdómari var einhverra hluta vegna á móti því og lét Framara ganga frá stúkunni á nýjan leik eftir að áhorfendur voru sestir í stúkuna. Sérstök uppákoma. Hálfleikur: 10-11 fyrir Hauka. Átakamiklum fyrri hálfleik lokið. Heitt í mönnum og fast tekist á. Ætti að verða æsilegur síðari hálfleikur. Rúnar Kárason hefur skorað mest Framara eða 3 mörk, þar af 2 úr vítum. Magnús Erlendsson verið þeirra bestur og séð til þess að munurinn er aðeins eitt mark með því að verja 12 skot í hálfleiknum. Sigurbergur Sveinsson hefur skorað mest Hauka eða 5 mörk, þar af 4 úr vítum. Birkir Ívar Guðmundsson hefur varið 8 skot í Haukamarkinu. 27. mín: 9-10 fyrir Hauka. Arnar Pétursson að taka á Rúnari Kárasyni en Arnar varð brjálaður er Rúnar sló til Gunnars áðan. Arnar reynir að æsa Rúnar upp. 24. mín: Framarar aðeins að koma til baka og Haukar taka leikhlé. Staðan 8-9 fyrir Hauka. 20. mín: Aron Kristjánsson, þjálfari Hauka, kominn með gult spjald og er enn æstur. Hann virkar taugatrekktur en Viggó Sigurðsson er með rólegra móti á hinum bekknum. Það kraumar undir og ekki hjálpar til að dómarar eru frekar mistækir. Staðan 6-8 fyrir Hauka. 15. mín: Allt að sjóða upp úr. Rúnar Kárason virtist slá framan í Gunnar Berg Viktorsson sem var við eigin bekk. Haukarnir brjálaðir og Rúnar líka sem vildi fá fríkast skömmu áður. Hann virtist sleppa vel með skrekkinn þarna. 10. mín: Enn mikil átök og sterkar varnir hjá báðum liðum. 3-4 fyrir Hauka. 5. mín: Fast tekist á fyrstu mínúturnar og ljóst að ekkert verður gefið eftir. Ekkert sérstaklega margir áhorfendur en hafa hátt með stórum trommum. Staðan 2-1 fyrir Fram.
Olís-deild karla Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Fótbolti Íranir ætluðu ekki að húðstrýkja Ronaldo Fótbolti Fleiri fréttir Hundrað prósenta Sigvaldi í úrvalsliði Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt „Eins manns dauði er annars brauð“ „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ „Grimmd og gleði“ skilaði sannfærandi sigri Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Sjá meira