Treysti ekki Kaupþingsmönnum 3. febrúar 2009 18:50 Tony Shearer, fyrrverandi forstjóri Singer & Friedlander, á fundi þingnefndar í morgun. Fyrrverandi forstjóri Singer & Friedlander fullyrti við breska fjármálaeftirlitið að stjórnendur Kaupþings væru ekki hæfir til að reka banka í Bretlandi. Fyrrverandi stjórnarformaður Kaupþings segir ummælin höfð eftir manni sem sé bitur eftir brottrekstur. Tony Shearer var forstjóri Singer & Friedlander þegar Kaupþing keypti bankann 2005. Hann bar í morgun vitni fyrir breskri þingnefnd og sagðist hafa varað breska fjármálaeftirlitið við því að leyfa yfirtökuna fjórum mánuðum áður en af henni varð því stjórnendur Kaupþings væru ekki hæfir til að reka banka í Bretlandi. Hann hafi sjálfur hafnað góðu atvinnutilboði frá þeim. Hann hafi talið rekstur Kaupþings á Íslandi gagnrýniverðan og stjórn bankans einsleita. Nær einvörðungu skipaða ungum Íslendingum sem hefðu verið vel menntaðir en reynslulitlir. Hann hafi varað fjármálaeftirlitið við en síðan orðið að tryggja hag hluthafa og fá gott verð fyrir bankann. Hann og stjórnarformaður bankans hafi sagt við Sigurð Einarsson þáverandi stjórnarformann Kaupþings að þeir myndu ekki þyggja hlutabréf í Kaupþingi sem greiðslu fyrir Singer & Friedlander, aðeins beinharða peninga því þeir treystu stjórnendum Kaupþings einfaldlega ekki. Samkvæmt uppgjörum hafi stjórnendur fengið 90 milljónir punda í lán til kaupa á hlutafé í eigin félagi og helmingurinn af gróða Kaupþings hafi komið til útaf gengishagnaði vegna hlautabréfakaupa og fjárfestingum. Tekjur vegna þess sem Shearer teldi venjulega bankastarfsemi hafi verið innan við 10% af heildartekjum samstæðunnar. Eins hafi viðvörunarbjöllur hringt þegar einn fulltrúi kaupenda hafi hringt í hann í janúar 2005 til að spyrja hvers vegna verð á bréfum í Singer & Friedlander hafi skyndilega hækkað á tveimur dögum. Shearer hafi þá skellt upp úr og bent þeim sem hringdi á að Sigurður Einarsson hefði veitt viðtal nokkrum dögum áður og gert grein fyrir því að hann ætlaði að bjóða í Singer & Friedlander. Því hafi ekki þurft að koma á óvart að verð á bréfum hækkaði. Sigurður segir að ummælin verði að skoðast í því ljósi að Shearer hafi verið sagt upp eftir yfirtökuna og hann tekið því illa. Hann hafi hafnað tilboði um tímabundna vinnu. Kaupþing hafi eftir þetta orðið að taka til eftir fyrri stjórnendur sem hafi fengið á sig alvarlegar athugasemdir frá breska fjármálaeftirlitinu. Það hafi einnig skoðað Kaupþing rækilega í tvígang án athugasemda og vísi á bug ávirðingum Shearers. Hvað varði tölur um gengishagnað fari Shearer með rangt mál. Hann hafi verið um þriðjungur af hagnaði bankans. Viðskipti Mest lesið ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Kerecis fólk fjárfestir í flugi Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Fleiri fréttir Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Sjá meira
Fyrrverandi forstjóri Singer & Friedlander fullyrti við breska fjármálaeftirlitið að stjórnendur Kaupþings væru ekki hæfir til að reka banka í Bretlandi. Fyrrverandi stjórnarformaður Kaupþings segir ummælin höfð eftir manni sem sé bitur eftir brottrekstur. Tony Shearer var forstjóri Singer & Friedlander þegar Kaupþing keypti bankann 2005. Hann bar í morgun vitni fyrir breskri þingnefnd og sagðist hafa varað breska fjármálaeftirlitið við því að leyfa yfirtökuna fjórum mánuðum áður en af henni varð því stjórnendur Kaupþings væru ekki hæfir til að reka banka í Bretlandi. Hann hafi sjálfur hafnað góðu atvinnutilboði frá þeim. Hann hafi talið rekstur Kaupþings á Íslandi gagnrýniverðan og stjórn bankans einsleita. Nær einvörðungu skipaða ungum Íslendingum sem hefðu verið vel menntaðir en reynslulitlir. Hann hafi varað fjármálaeftirlitið við en síðan orðið að tryggja hag hluthafa og fá gott verð fyrir bankann. Hann og stjórnarformaður bankans hafi sagt við Sigurð Einarsson þáverandi stjórnarformann Kaupþings að þeir myndu ekki þyggja hlutabréf í Kaupþingi sem greiðslu fyrir Singer & Friedlander, aðeins beinharða peninga því þeir treystu stjórnendum Kaupþings einfaldlega ekki. Samkvæmt uppgjörum hafi stjórnendur fengið 90 milljónir punda í lán til kaupa á hlutafé í eigin félagi og helmingurinn af gróða Kaupþings hafi komið til útaf gengishagnaði vegna hlautabréfakaupa og fjárfestingum. Tekjur vegna þess sem Shearer teldi venjulega bankastarfsemi hafi verið innan við 10% af heildartekjum samstæðunnar. Eins hafi viðvörunarbjöllur hringt þegar einn fulltrúi kaupenda hafi hringt í hann í janúar 2005 til að spyrja hvers vegna verð á bréfum í Singer & Friedlander hafi skyndilega hækkað á tveimur dögum. Shearer hafi þá skellt upp úr og bent þeim sem hringdi á að Sigurður Einarsson hefði veitt viðtal nokkrum dögum áður og gert grein fyrir því að hann ætlaði að bjóða í Singer & Friedlander. Því hafi ekki þurft að koma á óvart að verð á bréfum hækkaði. Sigurður segir að ummælin verði að skoðast í því ljósi að Shearer hafi verið sagt upp eftir yfirtökuna og hann tekið því illa. Hann hafi hafnað tilboði um tímabundna vinnu. Kaupþing hafi eftir þetta orðið að taka til eftir fyrri stjórnendur sem hafi fengið á sig alvarlegar athugasemdir frá breska fjármálaeftirlitinu. Það hafi einnig skoðað Kaupþing rækilega í tvígang án athugasemda og vísi á bug ávirðingum Shearers. Hvað varði tölur um gengishagnað fari Shearer með rangt mál. Hann hafi verið um þriðjungur af hagnaði bankans.
Viðskipti Mest lesið ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Kerecis fólk fjárfestir í flugi Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Fleiri fréttir Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Sjá meira