NBA í nótt: Slagsmál í New York Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 28. mars 2009 11:00 Leikmenn New York fagna sigrinum í nótt. Nordic Photos / Getty Images Það var nóg um að vera þegar að New York vann góðan sigur á New Orleans, 103-93, í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Chris Paul og Nate Robinson lentu saman í leiknum með þeim afleiðingum að þeir fengu tæknivillu. James Posey, leikmaður New Orleans, var svo sendur í sturtu fyrir að kasta boltanum í fót eins dómara leiksins. En með sigrinum batt New York enda á sex leikja taphrinu. Al Harrington skoraði 23 stig, David Lee bætti við átján og tók ellefu fráköst. Chris Duhon og Wilson Chandler voru með fimmtán stig hvor. En þrátt fyrir sigurinn á New York ansi veika von um að ná í úrslitakeppnina en má segja að gengi liðsins fyrir leikinn í nótt hafi gert það að verkum að svo hafi farið. New York vann þar með alla leiki sína gegn New Orleans í vetur og er það í fyrsta sinn í sautján ár sem það gerist. David West skoraði 29 stig fyrir New Orleans. Chris Paul var með 22 stig og tíu stoðsendingar. Toronto vann Oklahoma City, 112-96. Chris Bosh var með 21 stig og þrettán fráköst og Shawn Marion bætti við 20 stigum auk þess sem hann tók ellefu fráköst. Cleveland vann Minnesota, 107-85, og þar með sinn ellefta sigur í röð. LeBron James var með 25 stig og Mo Williams 22. LA Lakers vann New Jersey, 103-95. Pau Gasol var með 36 stig og ellefu fráköst fyrir Lakers sem með sigrinum tryggði sér efsta sæti Vesturdeildarinnar. Boston vann Atlanta, 99-93. Kevin Garnett hvíldi hjá Boston þar sem Glen Davis var stigahæstur með nítján stig og tólf fráköst. Orlando vann Milwaukke, 110-94. Rashard Lewis skoraði nítján stig og Hedo Turkoglu átján fyrir Orlando. Charlotte vann Philadelphia, 100-95. Boris Diaw skoraði 24 stig fyrir Charlotte sem á enn veika von um að komast í úrslitakeppnina. Denver vann Dallas, 103-101. Það var Carmelo Anthony sem tryggði Dallas sigurinn með vítaskotum og erfiðu sniðskoti á síðustu 43 sekúndum leiksins. Anthony skoraði 43 stig í leiknum. San Antonio vann LA Clippers, 111-98. Tony Parker skoraði átján stig fyrir San Antonio. Parker, Manu Ginobili og Tim Duncan voru allir með San Antonio í leiknum og er það í fyrsta sinn í sex vikur sem það gerist. Memphis vann Sacramento, 113-95. Marc Gasol skoraði 27 stig fyrir Memphis sem vann Sacramento á útivelli í fyrsta sinn í ellefu ár.Staðan í deildinni. NBA Mest lesið Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Fótbolti Atvinnumaður í fótbolta bæði í alvörunni og í tölvunni Fótbolti Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Enski boltinn Tvítugur strákur kom Real Madrid til bjargar Fótbolti Gömlu Chelsea mennirnir skutu AC Milan áfram í bikarnum Fótbolti Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Enski boltinn Durant vill ekki fara til Golden State Körfubolti Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Golf Dagný og félagar komust ekki í úrslitaleikinn Enski boltinn Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Handbolti Fleiri fréttir Durant vill ekki fara til Golden State Sonur Jordans handtekinn með kókaín Lebron segir komu Doncic súrealíska: „Verða mörg augu á okkur“ Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Passar inn í framtíðarsýn og menningu Dallas að losa sig við Luka Körfuboltakvöld: Tilþrif 16. umferðar Pétur stígur til hliðar hjá Keflavík „Vita allir að þetta er ömurlegt trade fyrir Dallas“ Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Keflavík bætti Callum Lawson við á síðustu stundu Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Uppgjörið: Haukar - Þór Þorl. 99-100 | Fyrsti útisigur Þórs í þrjá mánuði Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Sjá meira
Það var nóg um að vera þegar að New York vann góðan sigur á New Orleans, 103-93, í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Chris Paul og Nate Robinson lentu saman í leiknum með þeim afleiðingum að þeir fengu tæknivillu. James Posey, leikmaður New Orleans, var svo sendur í sturtu fyrir að kasta boltanum í fót eins dómara leiksins. En með sigrinum batt New York enda á sex leikja taphrinu. Al Harrington skoraði 23 stig, David Lee bætti við átján og tók ellefu fráköst. Chris Duhon og Wilson Chandler voru með fimmtán stig hvor. En þrátt fyrir sigurinn á New York ansi veika von um að ná í úrslitakeppnina en má segja að gengi liðsins fyrir leikinn í nótt hafi gert það að verkum að svo hafi farið. New York vann þar með alla leiki sína gegn New Orleans í vetur og er það í fyrsta sinn í sautján ár sem það gerist. David West skoraði 29 stig fyrir New Orleans. Chris Paul var með 22 stig og tíu stoðsendingar. Toronto vann Oklahoma City, 112-96. Chris Bosh var með 21 stig og þrettán fráköst og Shawn Marion bætti við 20 stigum auk þess sem hann tók ellefu fráköst. Cleveland vann Minnesota, 107-85, og þar með sinn ellefta sigur í röð. LeBron James var með 25 stig og Mo Williams 22. LA Lakers vann New Jersey, 103-95. Pau Gasol var með 36 stig og ellefu fráköst fyrir Lakers sem með sigrinum tryggði sér efsta sæti Vesturdeildarinnar. Boston vann Atlanta, 99-93. Kevin Garnett hvíldi hjá Boston þar sem Glen Davis var stigahæstur með nítján stig og tólf fráköst. Orlando vann Milwaukke, 110-94. Rashard Lewis skoraði nítján stig og Hedo Turkoglu átján fyrir Orlando. Charlotte vann Philadelphia, 100-95. Boris Diaw skoraði 24 stig fyrir Charlotte sem á enn veika von um að komast í úrslitakeppnina. Denver vann Dallas, 103-101. Það var Carmelo Anthony sem tryggði Dallas sigurinn með vítaskotum og erfiðu sniðskoti á síðustu 43 sekúndum leiksins. Anthony skoraði 43 stig í leiknum. San Antonio vann LA Clippers, 111-98. Tony Parker skoraði átján stig fyrir San Antonio. Parker, Manu Ginobili og Tim Duncan voru allir með San Antonio í leiknum og er það í fyrsta sinn í sex vikur sem það gerist. Memphis vann Sacramento, 113-95. Marc Gasol skoraði 27 stig fyrir Memphis sem vann Sacramento á útivelli í fyrsta sinn í ellefu ár.Staðan í deildinni.
NBA Mest lesið Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Fótbolti Atvinnumaður í fótbolta bæði í alvörunni og í tölvunni Fótbolti Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Enski boltinn Tvítugur strákur kom Real Madrid til bjargar Fótbolti Gömlu Chelsea mennirnir skutu AC Milan áfram í bikarnum Fótbolti Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Enski boltinn Durant vill ekki fara til Golden State Körfubolti Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Golf Dagný og félagar komust ekki í úrslitaleikinn Enski boltinn Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Handbolti Fleiri fréttir Durant vill ekki fara til Golden State Sonur Jordans handtekinn með kókaín Lebron segir komu Doncic súrealíska: „Verða mörg augu á okkur“ Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Passar inn í framtíðarsýn og menningu Dallas að losa sig við Luka Körfuboltakvöld: Tilþrif 16. umferðar Pétur stígur til hliðar hjá Keflavík „Vita allir að þetta er ömurlegt trade fyrir Dallas“ Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Keflavík bætti Callum Lawson við á síðustu stundu Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Uppgjörið: Haukar - Þór Þorl. 99-100 | Fyrsti útisigur Þórs í þrjá mánuði Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Sjá meira