Fótbolti

Ótrúlegur viðsnúningur hjá Ramos

Juande Ramos kann ýmislegt fyrir sér í knattspyrnufræðunum þó hann hafi runnið á rassinn með Tottenham eins og svo margir
Juande Ramos kann ýmislegt fyrir sér í knattspyrnufræðunum þó hann hafi runnið á rassinn með Tottenham eins og svo margir Nordic Photos/Getty Images

Juande Ramos hefur heldur betur rétt úr kútnum sem þjálfari eftir að hann var rekinn frá Tottenham í haust. Undir stjórn Ramos hefur Real Madrid náð lengstu sigurrispu í sögu félagsins.

Ramos var sparkað frá Tottenham strax í haust þegar lið hans var gjörsamlega heillum horfið í neðsta sæti deildarinnar. Skömmu síðar hringdi síminn og áður en hann vissi af sat hann í þjálfarastólnum hjá einu stærsta knattspyrnufélagi heims.

Ramos tapaði fyrsta leiknum sínum við stjórnvölinn gegn Barcelona, en síðan hefur liðið verið á rosalegustu sigurgöngu í sögu sinni.

Real Madrid hefur unnið 17 af 18 síðustu leikjum sínum og hefur ekki tapað síðan.

"Það er rétt að mér hefði aldrei dottið það í hug þegar ég var rekinn frá Tottenham að sex mánuðum síðar væri ég búinn að stýra Real til bestu sigurgöngu í sögu félagsins. En við höfum ekki gert neitt enn. Jafnvel þó við vinnum Barcelona um helgina, verðum við enn stigi á eftir þeim í töflunni," sagði Ramos.

Leikur Real Madrid og Barcelona verður sýndur beint á Stöð 2 Sport á morgun klukkan 18:00.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×