Sport

Ég er kannski feitur - en ég er bestur

Nordic Photos/Getty Images

Háðfuglinn Ricky Hatton segist vera kominn í toppform fyrir bardagann gegn Manny Pacquiao í Las Vegas á laugardagskvöldið.

Pacquiao er af mörgum álitinn besti hnefaleikari heimsins pund fyrir pund, en Manchester-maðurinn Hatton óttast engan í hringnum.

Hann hefur aðeins tapað einu sinni á ferlinum og leggur IBO-beltið sitt að veði á laugardaginn í bardaga sem sýndur verður beint á Stöð 2 Sport um klukkan eitt um nóttina.

Hatton fetaði í fótspor Muhammad Ali á síðasta blaðamannafundi þegar hann rímaði yfirlýsingar sínar fyrir blaðamenn.

"Ég er kannski kringlóttur og feitur en ég er bestur pund fyrir pund," sagði Hatton. "Ég hef aldrei verið jafn rólegur og fullur sjálfstrausts fyrir bardaga. Pacquiao hefði kannski sigrað mig fyrir þremur eða fjórum bardögum síðan, en nú er ég betri en ég hef nokkru sinni verið," sagði Hatton.



Box



Fleiri fréttir

Sjá meira


×