Fótbolti

Pique: Ronaldo er tilkomumikill en Messi er betri

Ómar Þorgeirsson skrifar
Gerard Pique í leik með Barcelona.
Gerard Pique í leik með Barcelona. Nordic photos/AFP

Varnarmaðurinn Gerard Pique hjá Barcelona telur að Cristiano Ronaldo, góðvinur sinn og fyrrum liðsfélagi hjá Manchester United, eigi eftir að verða enn betri hjá Real Madrdid þegar hann hefur aðlagast liðinu og spænska boltanum betur.

Mörgum hefur þó þótt Ronaldo heldur betur standa undir væntingum og rúmlega það hjá Real Madrid eftir metfélagaskiptin frá United í sumar en Pique segir Ronaldo eiga enn mikið inni. Pique vill þó ennfremur meina að þrátt fyrir allt sé Ronaldo skrefinu á eftir Lionel Messi.

„Hann er enn að aðlagast hlutunum á Spáni og læra inná liðsfélaga sína og hvernig Real Madrid spilar. Hann þarf smá tíma því enska úrvalsdeildin er mjög ólík þeirri spænsku. Hann er hins vegar markaskorari frá náttúrunnar hendi og það breytist ekki og hann er líka mjög ákveðinn í að standa sig. Hann er vissulega tilkomumikill leikmaður en Messi er einfaldlega betri," segir Pique í viðtali við Sport.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×