Körfubolti

Phoenix sallaði aftur 140 stigum á Clippers

Amare Stoudemire skoraði 42 stig fyrir Phoenix í nótt
Amare Stoudemire skoraði 42 stig fyrir Phoenix í nótt AP

Ellefu leikir voru á dagskrá í NBA deildinni í körfubolta í nótt. Annað kvöldið í röð léku Phoenix og LA Clippers þar sem Phoenix vann annan stórsigur 142-119.

Liðin mættust einnig í fyrrakvöld og þá vann Phoenix 140-101, svo greinilegt er að nýi þjálfarinn Alvin Gentry virðist ætla að láta Steve Nash og félaga byrja að spila þann hraða bolta sem þeir léku með góðum árangri undir Mike D´Antoni á sínum tíma.

Amare Stoudemire skoraði 42 stig og hirti 11 fráköst fyrir Phoenix en Al Thornton skoraði 33 stig fyrir Clippers-liðið.

Kobe Bryant skoraði 30 stig fyrir LA Lakers þegar liðið vann Golden State á útivelli 129-121. Pau Gasol skoraði 24 stig og hirti 13 fráköst fyrir Lakers, en Stephen Jackson og Corey Maggette skoruðu 24 hvor fyrir Golden State.

New Orleans vann stórsigur á Orlando 117-85 þar sem Chris Paul skoraði 36 stig og gaf 10 stoðsendingar fyrir Orlando en Rashard Lewis 17 fyrir Orlando.

Cleveland vann auðveldan útisigur á Toronto 93-76. Zydrunas Ilgauskas skoraði 22 stig fyrir Cleveland en Joey Graham 15 fyrir Toronto.

Úrslitin í nótt:

New Orleans Hornets 117-85 Orlando Magic

Sacramento Kings 100-105 Atlanta Hawks

Charlotte Bobcats 103-94 Indiana Pacers

Milwaukee Bucks 104-113 Chicago Bulls

Portland T.Blazers 94-90 Memphis Grizzlies

Miami Heat 104-111 Minnesota Timberwolves

LA Clippers 119-142 Phoenix Suns

Dallas Mavericks 113-98 New Jersey Nets

Toronto Raptors 76-93 Cleveland Cavaliers

Philadelphia 76ers 89-101 Denver Nuggets

Golden State Warriors 121-129 LA Lakers



NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×