Fótbolti

Barcelona skoraði sex mörk í stórsigri á Real í El Clasico

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Það var gaman hjá Theirry Henry í leiknum á Bernabeu í Madrid í kvöld.
Það var gaman hjá Theirry Henry í leiknum á Bernabeu í Madrid í kvöld. Mynd/AFP

Barcelona er komið með aðra höndina á spænska meistaratitilinn eftir frábæra frammistöðu og 6-2 sigur á erkifjendum sínum í Real Madrid á Bernabeu í Madrid í kvöld. Barcelona er nú með sjö stiga forskot á Real Madrid þegar aðeins fjórir leikir eru eftir.

Thierry Henry og Lionel Messi skoruðu báðir tvö mörk fyrir Barcelona en fyrirliðinn Carles Puyol og Gerard Pique skoruðu hin tvö mörkin. Xavi lagði upp fjögur mörk Barcelona í leiknum.

Það dugði ekki Real Madrid að Gonzalo Higuain kom liðinu í 1-0 eftir aðeins fjortán mínútur eða að Sergio Ramos hafi minnkað muninn í 3-2 eftir aðeins ellefu mínútna leik í seinni hálfleik. Arjen Robben lagði upp bæði mörk Real Madrid í leiknum.

Eiður Smári Guðjohnsen sat allan tímann á bekknum hjá Barcelona í leiknum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×