Fótbolti

Real Madrid tilbúið að selja Van Nistelrooy?

Ómar Þorgeirsson skrifar
Ruud Van Nistelrooy.
Ruud Van Nistelrooy. Nordic photos/Getty images

Forráðamenn Real Madrid hafa staðfest að framtíð framherjans Ruud Van Nistelrooy sé í mikilli óvissu. Hollendingurinn marksækni meiddist illa á hné í nóvember á síðustu leiktíð og hefur verið að berjast við að ná sér aftur á strik en endurhæfingin gengur hægt.

Madridingar keyptu Kaka í gær á metfé og eru víst bara rétt að byrja á leikmannamarkaðnum og leikmenn á borð við David Villa hafa verið sterklega orðaðir við félagið. Það verður væntanlega til þess að hinn 32 ára gamli Nistelrool færist aftar í goggunarröðinni og Madridingar eru því jafnvel sagðir vera tilbúnir að hlusta á kauptilboð í kappann.

„Við eigum enn eftir að taka ákvörðun með framtíð ákveðinna leikmanna félagsins. Það eru aðrar áherslur sem ganga nú fyrir," segir talsmaður spænska félagsins.

Tottenham og Panathinaikos hafa verið orðuð við Nistelrooy en Manuel Pellegrini, nýráðinn knattspyrnustjóri Real Madrid, hefur væntanlega síðasta orðið um það hvort hann verði áfram hjá félaginu eða ekki.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×