Sport

Lions valdi leikstjórnanda fyrstan í nýliðavalinu

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Stafford er hér með Roger Goodell, yfirmanni NFL-deildarinnar.
Stafford er hér með Roger Goodell, yfirmanni NFL-deildarinnar. Nordic Photos/Getty Images

Detroit Lions valdi leikstjórnandann Matthew Stafford fyrstan í NFL-nýliðavalinu. Stuðningsmenn Lions voru þó ekki par sáttir við val sinna manna enda telja þeir Stafford vera ofmetinn.

Það verður mikil ábyrgð lögð á herðar hins unga Stafford enda varð Lions á síðasta vetri fyrsta liðið í sögu NFL til þess að tapa öllum leikjum sínum.

Stafford átti eitt ár eftir af háskólanámi sínu en ákvað að hætta strax til þess að fara í atvinnumennskuna.

Hann fær að lágmarki 42 milljónir dollara fyrir sex ára samning en gæti fengið allt að 78 milljónir dollara.

Ekki er búist við því að Stafford spili mikið á næsta ári. Lions er með reynsluboltann Daunte Culpepper á sínum snærum og fyrsta árið hjá Stafford fer líklega í að fylgjast með og læra.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×