Fótbolti

Real og Lyon ná samkomulagi um Benzema

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Karim Benzema í leik með Lyon.
Karim Benzema í leik með Lyon. Nordic Photos / Getty Images
Allt útlit er fyrir að Karim Benzema sé á leið til Real Madrid sen félagið er sagt hafa náð samkomulagi við Lyon um kaupverð.

Þetta fullyrðir umboðsmaður Benzema, Karim Djaziri, í samtali við franska fjölmiðla. Mikið hefur verið fjallað um málið í spænskum og frönskum fjölmiðlum í dag og sterkur orðrómur um að Real sé afar nálægt því að klófesta þennan eftir sótta leikmann.

Manchester United var einnig sagt hafa mikinn áhuga á Benzema en virðist hafa tapað kapphlaupinu í þetta sinnið.

Talið er að Real muni greiða um 35 milljónir evra fyrir Benzema. Hann muni nú semja um kaup og kjör við félagið og gangast svo undir læknisskoðun.

Ef af verður af félagaskiptunum bætist hann í hóp þeirra Kaka, Raul Albiol og Cristiano Ronaldo sem hafa allir gengið í raðir Real Madrid fyrir háar upphæðir í sumar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×