Körfubolti

Rashard Lewis féll á lyfjaprófi en fær bara 10 leikja bann

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Rashard Lewis stóð sig vel með Orlando í úrslitakeppninni.
Rashard Lewis stóð sig vel með Orlando í úrslitakeppninni. Mynd/AFP

Rashard Lewis, stjörnuleikmaður Orlando Magic í NBA-deildinni, féll á lyfjaprófi á síðasta tímabili en of mikið af karlmannshormóninu testosterone fannst í sýni hans. Lewis fékk tíu leikja launalaust bann og mun missa af upphafi tímabilsins.

Lewis skoraði 19,0 stig og tók 6,4 fráköst að meðaltali í leik í úrslitakeppninni þar sem að hann átti mikinn þátt í því að Orlando-liðið fór alla leið í lokaúrslitin en liðið tapaði þar fyrir Los Angeles Lakers.

Lewis er orðinn 30 ára gamall og hefur verið í NBA-deildinni í ellefu ár. Hann lék áður í níu tímabil í Seattle áður en hann kom til Orlando 2007. Lewis er sjötti NBA-leikmaðurinn sem fellur á lyfjaprófi síðan prófin hófust fyrir áratug síðan.

„Ég tek fulla ábyrgð á þessu og sætti mig við refsinguna. Ég bið stuðningsmenn Magic afsökunar á því að hafa ekki kannað það betur sem ég var að taka inn," sagði Lewis en hann taldi sig vera að taka næringarefni án þess að vita að þau innihéldu efnið DHEA eða Dehydroepiandrosterone.



NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×