Íslensku bankarnir skildu eftir lánaþurrð í Bretlandi 21. janúar 2009 10:59 Lánsfjárkreppa hefur leikið breskt atvinnulíf hart að undanförnu enda hafa helstu lánveitendur til fyrirtækja þar í landi, íslensku bankarnir þrír og Lehman Brothers horfið á sjónvarsviðinu. Íslenska bankahrunið skapaði sem sagt lánaþurrð í Bretlandi að því er segir í Financial Times. Um helmingur lánveitenda til fyrirtækja og félaga í Bretlandi eru erlendir bankar og fjármálastofnanir. Raunar var þetta hlutfall hærra á fyrstu mánuðum síðasta árs er könnun á vegum Citigroup sýndi að breskir bankar voru með aðeins 41% af þessum markaði. Sú staða hefur breyst og mun halda svo áfram því teikn eru á lofti um að þeir erlendu bankar sem eftir eru á þessum hluta breska markaðarins, eins og t.d. Commerzbank, séu á förum annað. En bresku bankarnir eru ekki í neinni aðstöðu til að auka við lán sín til fyrirtækja og félaga. Bankakreppan hefur leikið þá illa, samanber uppgjör Royal Bank of Scotland upp á 5.000 milljarða kr. í mínus. Bresk stjórnvöld eru hinsvegar æf af reiði vegna tregðu breskra banka til að lána fé sitt og eru raunar farin að hafa í hótunum við bankana ef þeir auki ekki lánsfé á markaðinum. Mest lesið „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Verðbólgan komin undir fimm prósent Viðskipti innlent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Viðskipti innlent Helena til Íslandssjóða Viðskipti innlent Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Lánsfjárkreppa hefur leikið breskt atvinnulíf hart að undanförnu enda hafa helstu lánveitendur til fyrirtækja þar í landi, íslensku bankarnir þrír og Lehman Brothers horfið á sjónvarsviðinu. Íslenska bankahrunið skapaði sem sagt lánaþurrð í Bretlandi að því er segir í Financial Times. Um helmingur lánveitenda til fyrirtækja og félaga í Bretlandi eru erlendir bankar og fjármálastofnanir. Raunar var þetta hlutfall hærra á fyrstu mánuðum síðasta árs er könnun á vegum Citigroup sýndi að breskir bankar voru með aðeins 41% af þessum markaði. Sú staða hefur breyst og mun halda svo áfram því teikn eru á lofti um að þeir erlendu bankar sem eftir eru á þessum hluta breska markaðarins, eins og t.d. Commerzbank, séu á förum annað. En bresku bankarnir eru ekki í neinni aðstöðu til að auka við lán sín til fyrirtækja og félaga. Bankakreppan hefur leikið þá illa, samanber uppgjör Royal Bank of Scotland upp á 5.000 milljarða kr. í mínus. Bresk stjórnvöld eru hinsvegar æf af reiði vegna tregðu breskra banka til að lána fé sitt og eru raunar farin að hafa í hótunum við bankana ef þeir auki ekki lánsfé á markaðinum.
Mest lesið „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Verðbólgan komin undir fimm prósent Viðskipti innlent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Viðskipti innlent Helena til Íslandssjóða Viðskipti innlent Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira