Rúnar Sigtryggsson: Lykilmenn kiknuðu undan álagi Hjalti Þór Hreinsson skrifar 22. október 2009 21:52 Rúnar Sigtryggsson. Hefur lagt skóna á hilluna og lætur þjálfun Akureyrar duga. Fréttablaðið/Anton Rúnar Sigtryggsson, þjálfari Akureyrar, segir að lykilmenn hafi brugðist þegar Akureyri tapaði fyrir FH 27-30 í N-1 deild karla í handbolta í kvöld. Ofanritaður er honum algjörlega sammála. Þrír markahæstu leikmenn liðsins eru allir kornungir og eldri menn voru slakir. Akureyri skoraði fimm mörk á 25 mínútum í seinni hálfleik. „Og sex mörk á 28 og hálfri," bætti Rúnar við þegar þessi staðreynd var borin fyrir hann. „Við erum útaf fyrstu fjórar mínúturnar í seinni hálfleik og þær mínútur vinna þeir 4-0. Þeir komast yfir og þetta verður erfitt fyrir okkur. Eftir þetta erum við að fá hraðaupphlaup og getum komið okkur inn í leikinn en því miður skorum við ekki úr neinu þeirra," sagði Rúnar en skot leikmanna liðsins voru mörg hver hræðilega slök, beint á Pálmar í marki FH eða ekki á rammann. „Við erum einfaldlega ekki að vanda okkur nógu mikið gegn markmanninum. Skotnýtingin var slök og ég held að við höfum klikkað úr meira en helmingi fleiri skotum í seinni hálfleik en þeim fyrri," sagði þjálfarinn. Hann var svo spurður út í skýringar á slökum leik liðsins í seinni hálfleik. „Það var náttúrulega þannig að elstu menn liðsins kiknuðu undan álagi, eins og við hinir, þessir sem eiga að draga vagninn. Það er kannski eðlilegt að yngri strákarnir þoli þetta ekki. En það þýðir ekki að allt liðið eigi að gera það líka. Lykilmenn misstu hausinn í seinni hálfleik og við megum ekki við því." „Við erum ekki nógu klókir og erum líka að fá á okkur fáránlega brottvísanir. Við gerðum okkur mjög erfitt fyrir," sagði Rúnar en Akureyri er nú með eitt stig eftir þrjá leiki í deildinni. „Við vissum að við gætum verið með sex stig eða ekkert stig, en auðvitað vildum við vera með fleiri stig. Við höfum fengið erfiða leiki en það er engin afsökun. Við erum á heimavelli með fullt hús af áhorfendum, hvað viljum við meira? Við fáum frábæran stuðning og þetta er bara það sem við erum að biðja um og bíða eftir. Þá þurfum við að standa okkur líka. Kannski fáum við einn séns í viðbót til að sanna okkur, það væri klassi," sagði hreinskilinn Rúnar Sigtryggsson í leikslok. Olís-deild karla Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Fótbolti Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Aron Einar miðvörður í Niksic Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Fleiri fréttir Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Öruggt hjá liði Díönu Daggar og Andreu í Evrópuslag Íslendingaliðanna Góður endasprettur tryggði Haukum fína stöðu Pick Szeged hafði betur í toppslag Íslendingaliðanna Þorsteinn Leó markahæstur og stórsigur hjá strákunum hans Gumma Frækinn sigur Vals í Kristianstad Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Sjá meira
Rúnar Sigtryggsson, þjálfari Akureyrar, segir að lykilmenn hafi brugðist þegar Akureyri tapaði fyrir FH 27-30 í N-1 deild karla í handbolta í kvöld. Ofanritaður er honum algjörlega sammála. Þrír markahæstu leikmenn liðsins eru allir kornungir og eldri menn voru slakir. Akureyri skoraði fimm mörk á 25 mínútum í seinni hálfleik. „Og sex mörk á 28 og hálfri," bætti Rúnar við þegar þessi staðreynd var borin fyrir hann. „Við erum útaf fyrstu fjórar mínúturnar í seinni hálfleik og þær mínútur vinna þeir 4-0. Þeir komast yfir og þetta verður erfitt fyrir okkur. Eftir þetta erum við að fá hraðaupphlaup og getum komið okkur inn í leikinn en því miður skorum við ekki úr neinu þeirra," sagði Rúnar en skot leikmanna liðsins voru mörg hver hræðilega slök, beint á Pálmar í marki FH eða ekki á rammann. „Við erum einfaldlega ekki að vanda okkur nógu mikið gegn markmanninum. Skotnýtingin var slök og ég held að við höfum klikkað úr meira en helmingi fleiri skotum í seinni hálfleik en þeim fyrri," sagði þjálfarinn. Hann var svo spurður út í skýringar á slökum leik liðsins í seinni hálfleik. „Það var náttúrulega þannig að elstu menn liðsins kiknuðu undan álagi, eins og við hinir, þessir sem eiga að draga vagninn. Það er kannski eðlilegt að yngri strákarnir þoli þetta ekki. En það þýðir ekki að allt liðið eigi að gera það líka. Lykilmenn misstu hausinn í seinni hálfleik og við megum ekki við því." „Við erum ekki nógu klókir og erum líka að fá á okkur fáránlega brottvísanir. Við gerðum okkur mjög erfitt fyrir," sagði Rúnar en Akureyri er nú með eitt stig eftir þrjá leiki í deildinni. „Við vissum að við gætum verið með sex stig eða ekkert stig, en auðvitað vildum við vera með fleiri stig. Við höfum fengið erfiða leiki en það er engin afsökun. Við erum á heimavelli með fullt hús af áhorfendum, hvað viljum við meira? Við fáum frábæran stuðning og þetta er bara það sem við erum að biðja um og bíða eftir. Þá þurfum við að standa okkur líka. Kannski fáum við einn séns í viðbót til að sanna okkur, það væri klassi," sagði hreinskilinn Rúnar Sigtryggsson í leikslok.
Olís-deild karla Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Fótbolti Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Aron Einar miðvörður í Niksic Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Fleiri fréttir Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Öruggt hjá liði Díönu Daggar og Andreu í Evrópuslag Íslendingaliðanna Góður endasprettur tryggði Haukum fína stöðu Pick Szeged hafði betur í toppslag Íslendingaliðanna Þorsteinn Leó markahæstur og stórsigur hjá strákunum hans Gumma Frækinn sigur Vals í Kristianstad Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Sjá meira