Körfubolti

Iverson-tilraunin mistókst

Nordic Photos/Getty Images

Útlit er fyrir að dagar Allen Iverson hjá Detroit Pistons séu taldir og þjálfari liðsins hefur nú viðurkennt að líklega hafi það verið mistök að fá hann til liðsins á sínum tíma.

Iverson kemur ekki meira ivð sögu hjá Detroit á leiktíðinni vegna bakmeiðsla, en í viðtali á dögunum sagði hann að hann vildi frekar hætta að spila en að þurfa að vera varamaður aftur.

Michael Curry, þjálfari Detroit, segir að Iverson-tilraunin hjá Detroit hafi einfaldlega ekki virkað.

"Þetta gekk ekki upp. Við náðum ekki að sauma hann inn í liðið. Hann er enn byrjunarliðsmaður í þessari deild og mun ná góðum árangri áfram, en hann var bara í erfiðri stöðu hjá okkur. Við hefðum allir átt að gera betur í vetur og það er ekki bara út af Allen Iverson," sagði Curry.

Detroit hefur hrapað hratt niður töfluna í vetur og er nú dottið niður í áttunda sætið í Austurdeildinni, sem er síðasta sætið sem gefur þátttökurétt í úrslitakeppninni.



NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×