Körfubolti

Stjörnuleikur NBA: Howard setti met

NordicPhotos/GettyImages
Dwight Howard varð fyrsti leikmaðurinn í sögu NBA til að fá þrjár milljónir atkvæða frá stuðningsmönnum í byrjunarlið Stjörnuleiksins sem fram fer þann 15. febrúar í Phoenix.

Orlando-miðherjinn sterki fékk rúmlega 3,1 milljón atkvæða sem er met í sögu NBA. Það var Kínverjinn Yao Ming sem átti gamla metið sem var rúmar 2,5 milljónir atkvæða fyrir fjórum árum.

Raunar var það svo að þeir fimm leikmenn sem fengu flest atkvæði í kosningunni að þessu sinni, fengu allir fleiri atkvæði en Yao Ming þegar hann setti metið fyrir fjórum árum. Þetta voru þeir Dwight Howard, LeBron James, Kobe Bryant, Dwyane Wade og Tim Duncan.

Kevin Garnett er að spila í sínum 12. stjörnuleik og hefur spilað flesta stjörnuleiki af þeim leikmönnum sem valdir voru í byrjunarliðið að þessu sinni.

Það eru þjálfarar sem ráða því hverjir verða varamenn í stjörnuleiknum og verða þeir tilkynntir í næstu viku.

Byrjunarliðin í stjörnuleiknum verða sem hér segir:

Austurdeild:

Bakvörður: Allen Iverson, Detroit

Bakvörður: Dwyane Wade, Miami

Miðherji: Dwight Howard, Orlando

Framherji: Kevin Garnett, Boston

Framherji: LeBron James, Cleveland

Vesturdeild:

Bakvörður: Kobe Bryant, LA Lakers

Bakvörður: Chris Paul, New Orleans

Miðherji: Yao Ming, Houston

Framherji: Tim Duncan, San Antonio

Framherji: Amare Stoudemire, Phoenix

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×