Sport

Bolt er rétt að byrja

NordicPhotos/GettyImages

Þjálfari Usain Bolt, fljótasta manns jarðar, segir að heimsmetshafinn sé rétt að byrja og eigi talsvert eftir að bæta sig.

Hinn 22 ára gamli Bolt setti heimsmet í bæði 100- og 200 metra hlaupi á Ólympíuleikunum í Kína í sumar og fór líka fyrir gullliði Jamaíka í 4x100 metra hlaupi.

"Við höfum komið auga á þrjú stór atriði sem við þurfum að laga í ræsingunum hjá honum og ég tel að við getum kippt því í liðinn á komandi tímabili. Við getum lofað því að enginn mun skilja hann eftir í startblokkunum framvegis," sagði þjálfarinn.

Bolt hafði fáheyrða yfirburði í 100 metra hlaupinu þrátt fyrir að eiga ekki fullkomið start og þó hann hefði dansað yfir marklínuna í lokin. Hann kom í mark á 9,69 sekúndum.

Í 200 metra hlaupinu var hann ekki síðri þar sem hann hljóp á 19,30 sekúndum og sló heimsmet Michael Johnson sem fáir áttu von á að yrði slegið í bráð.

"Ég veit ekki hversu fljótur Bolt getur orðið, en ég veit að hann getur orðið miklu fljótari en hann er í dag. Við erum rétt að byrja," sagði þjálfari hans.

Hann sló svo met Michae






Fleiri fréttir

Sjá meira


×