Viðskipti innlent

Enn hækkar gengi Össurar

Jón Sigurðsson, forstjóri Össurar, skoðar gervifót frá stoðtækjafyrirtækinu.
Jón Sigurðsson, forstjóri Össurar, skoðar gervifót frá stoðtækjafyrirtækinu. Mynd/GVA

Gengi hlutabréfa Össurar hækkaði um 3,16 prósent í dag og er það mesta hækkunin í Kauphöllinni. Þá hækkaði gengi bréfa í Færeyjabanka um 2,19 prósent.

Á sama tíma féll gengi bréfa í Marel Food Systems um 5,73 prósent og Century Aluminum, móðurfélags Norðuráls, um 2,88 prósent.

Gamla Úrvalsvísitalan hækkaði um 0,51 prósent og endaði í 242 stigum. Nýja vísitalan hækkaði um 0,87 prósent og endaði í 638,9 stigum.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×