Sport

Gatti nú talinn hafa framið sjálfsmorð

Ómar Þorgeirsson skrifar
Arturo Gatti og Floyd Mayweather Jr.
Arturo Gatti og Floyd Mayweather Jr. Nordic photos/AFP

Fyrrum heimsmeistarinn í hnefaleikum Arturo Gatti, sem fannst látinn á hótelherbergi sínu í Porto de Galinhas í Brasilíu 11. júlí síðast liðinn, er nú eftir rannsókn lögreglu staðarins talinn hafa framið sjálfsmorð.

Lögreglan hefur því sleppt Amöndu Rodrigues, fyrrum eiginkonu Gatti, úr haldi en hún var grunuð um að hafa átt sök á dauða hans.

Fyrrum hnefaleikamaðurinn Mike Tyson fór fögrum orðum um Gatti í bréfi sem lesið var upp á jarðarför hans í Motreal í Kanada á mánudag og þar kom meðal annars fram að hann hafi notið þeirrar gæfu að kynnast Gatti.

Hversu frábært það hefði verið að fylgjast með því hvernig hann breyttist úr lítillátum unglingi í mikilsvirtan karlmann og heimsmeistara í hnefaleikum.

WBC-hnefaleikasambandið gaf móður Gatti einnig meistarabelti í virðingarskyni við athöfnina.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×