Fótbolti

Real Madrid skoraði sex gegn Zaragoza

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Cristiano Ronaldo fagnar með Karim Benzema.
Cristiano Ronaldo fagnar með Karim Benzema. Nordic Photos / AFP

Stórstjörnurnar í Real Madrid fóru illa með Real Zaragoza í spænsku úrvalsdeildinni í gær og unnu 6-0 sigur.

Gonzalo Higuain skoraði strax á þriðju mínútu en Rafael van der Vaart skoraði svo tvívegis með tveggja mínútna millibili um miðbik fyrri hálfleiksins. Higuain bætti svo við öðru marki sínu og var staðan 4-0 í hálfleik.

Cristiano Ronaldo skoraði svo fimmta markið snemma í síðari hálfleik og varamaðurinn Karim Benzema innsiglaði sigurinn endanlega með marki á 71. mínútu.

Með sigrinum minnkaði Real forskot Barcelona í deildinni í tvö stig. Bæði lið hafa leikið fimmtán leiki.

Tveir aðrir leikir fóru fram í deildinni í gær. Sevilla tapaði óvænt fyrir Getafe á heimavelli, 2-1, en Sevilla er í þriðja sæti deildarinnar.

Þá vann Athletic Bilbao 2-0 sigur á Osasuna.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×