Erlent

Mugabe seinkar forsetakosningum

Óli Tynes skrifar
Robert Mugabe.
Robert Mugabe.

Robert Mugabe hefur ákveðið að seinka síðari umferð forsetakosninganna í landinu.

Í yfirlýsingu frá stjórnvöldum segir að þrátt fyrir að kosningalöggjöfin segi til um að síðari umferðin skuli fara fram 21 degi eftir að tölur úr fyrri umferðinni eru birtar, hafi verið ákveðið að seinka henni um 90 daga.

Fyrstu tölur í fyrri umferðinni voru birtar annan maí. Stjórnarandstaðan vann þá umferð en Robert Mugabe hefur verið með ýmsar leikfléttur til þess að þurfa ekki að fara frá völdum.

Hann lét draga í margar vikur að birta fyrstu tölur og svo lét hann telja aftur í nokkrum héruðum.

Niðurstaðan var sögð sú að Morgan Tsvangirai, leiðtogi stjórnarandstöðunnar hefði ekki fengið tilskilinn meirihluta til að sigra í fyrri umferðinni.

Því þurfi að kjósa aftur. Þegar forsetanum þóknast.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×