Glæparannsóknir sem mölur og ryð fá ei grandað Atli Steinn Guðmundsson skrifar 19. nóvember 2008 08:31 Smávinir fagrir, foldar skart. MYND/Wikimedia.org Nýjustu kenningar í skordýrafræðum gera fastlega ráð fyrir því að viss tegund mölflugna geti orðið lykillinn að glæparannsóknum í framtíðinni. Mölflugur gera gott betur en að nærast á fatalörfum, þær hika ekki við að leggja sér eigendur fatanna til munns fái þær tækifæri. Vitað er að afbrigðið tinea pellionella nærist á mannshári og já, þetta örsmáa sköpunarverk étur einnig aðra hluta mannslíkamans sem það kemst í tæri við. Þótt þetta hljómi ef til vill ekki spennandi fyrir þá sem eru að snæða morgunverðinn einmitt núna telur skordýrafræðingurinn Sibyl Bucheli við Sam Houston-ríkisháskólann í Texas þetta alls ekki slæmar fréttir. Við morðrannsóknir þar sem færa þarf sönnur á að mannslík hafi verið á ákveðnum stað á einhverjum tímapunkti gæti tækniliði lögreglu nægt að finna mölflugu af nefndri tegund á staðnum eða bara ham hennar. Tegundin hefur nefnilega hamskipti og gamli hamurinn inniheldur oft leifar af þeirri fæðu sem dýrið hefur nærst á. Sé um hluta af manneskju að ræða, jafnvel aðeins bút af hári, nægir hann til að greina erfðaefni viðkomandi sem síðar getur orðið ómetanlegt gagn við að sanna hvort líkið hafi einhvern tímann verið á þessum tiltekna stað. Þetta kann að hljóma langsótt en hefur þegar nýst við að upplýsa morðmál í Galveston í Texas í fyrra. Sannast þar hið fornkveðna, að eins dauði er annars brauð. Vísindi Mest lesið Appelsínugular viðvaranir og heiðar lokaðar Veður „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Innlent Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Fleiri fréttir Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Sjá meira
Nýjustu kenningar í skordýrafræðum gera fastlega ráð fyrir því að viss tegund mölflugna geti orðið lykillinn að glæparannsóknum í framtíðinni. Mölflugur gera gott betur en að nærast á fatalörfum, þær hika ekki við að leggja sér eigendur fatanna til munns fái þær tækifæri. Vitað er að afbrigðið tinea pellionella nærist á mannshári og já, þetta örsmáa sköpunarverk étur einnig aðra hluta mannslíkamans sem það kemst í tæri við. Þótt þetta hljómi ef til vill ekki spennandi fyrir þá sem eru að snæða morgunverðinn einmitt núna telur skordýrafræðingurinn Sibyl Bucheli við Sam Houston-ríkisháskólann í Texas þetta alls ekki slæmar fréttir. Við morðrannsóknir þar sem færa þarf sönnur á að mannslík hafi verið á ákveðnum stað á einhverjum tímapunkti gæti tækniliði lögreglu nægt að finna mölflugu af nefndri tegund á staðnum eða bara ham hennar. Tegundin hefur nefnilega hamskipti og gamli hamurinn inniheldur oft leifar af þeirri fæðu sem dýrið hefur nærst á. Sé um hluta af manneskju að ræða, jafnvel aðeins bút af hári, nægir hann til að greina erfðaefni viðkomandi sem síðar getur orðið ómetanlegt gagn við að sanna hvort líkið hafi einhvern tímann verið á þessum tiltekna stað. Þetta kann að hljóma langsótt en hefur þegar nýst við að upplýsa morðmál í Galveston í Texas í fyrra. Sannast þar hið fornkveðna, að eins dauði er annars brauð.
Vísindi Mest lesið Appelsínugular viðvaranir og heiðar lokaðar Veður „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Innlent Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Fleiri fréttir Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Sjá meira