NBA upphitun: Miðriðillinn 27. október 2008 10:57 Mo Williams og LeBron James sjá um stigaskorun hjá Cleveland NordicPhotos/GettyImages Deildakeppnin í NBA hefst aðfaranótt miðvikudagsins 29. október. Vísir spáir í spilin fyrir komandi leiktíð og skoðar hér Miðriðilinn þar sem Cleveland og Detroit munu líklega berjast um efsta sætið. Detroit mætir til leiks með sama lið og á síðustu leiktíð en Cleveland hefur fengið til sín leikstjórnanda við hlið LeBron James. Gríðarleg uppstokkun hefur farið fram hjá Milwaukee, sem er með nýjan þjálfara í brúnni líkt og Chicago Bulls. Cleveland Cavaliers Lið Cleveland fer eins langt og LeBron James getur borið það í vetur, en honum barst nokkur liðsstyrkur í sumar. James var með ótrúlega tölfræði í fyrra þar sem hann skoraði 30 stig, hirti tæp 8 fráköst og gaf rúmar 7 stoðsendingar að meðaltali í leik. Leikstjórnandinn Mo Williams sem kom frá Milwaukee Bucks er skæður sóknarmaður og vonast er til að hann nái að létta eitthvað á James í sóknarleiknum. Williams skoraði rúm 17 stig að meðaltali fyrir Milwaukee síðasta vetur. Meiðsli og samningaþref leikmanna setti strik í reikninginn hjá Cleveland í byrjun síðustu leiktíðar, en ekkert slíkt verður uppi á teningnum að þessu sinni. Ljóst er að liðið þarf að bæta árangur sinn frá síðustu leiktíð ef það ætlar sér að halda í metnað LeBron James um að vinna meistaratitil. Chicago BullsDerrick Rose og Luol DengNordicPhotos/GettyImagesÞað verður áhugavert að sjá þróun mála hjá Chicago Bulls í vetur, en þar á verða tveir nýliðar væntanlega áberandi.Liðið datt í lukkupottinn í sumar þegar það hreppti fyrsta valrétt í nýliðavalinu og tók með honum leikstjórnandann Derrick Rose. Hann mun fá tækifæri til að komast hægt og rólega inn í hlutina en er engu að síður ætlað stórt hlutverk hjá liðinu.Annar nýliði hjá Chicago er þjálfarinn Vinnie Del Negro, sem fenginn var til að taka við liðinu án þess að hafa nokkra reynslu af þjálfun. Það kemur í hans hlut að sjóða hópinn saman og hjálpa mönnum að finna sig á ný eftir miklar hræringar í leikmannamálum undanfarin misseri.Chicago hefur ekki komist upp úr annari umferð úrslitakeppninnar í 10 ár, eða síðan Michael Jordan lagði skóna á hilluna. Það mun eftir sem áður treysta á menn eins og Kirk Hinrich, Ben Gordon (18 stig) og Luol Deng (17 stig) í sóknarleiknum. Detroit PistonsNær Michael Curry að temja Rasheed Wallace?NordicPhotos/GettyImagesJoe Dumars forseti Detroit lýsti því yfir eftir að liðið féll úr leik gegn Boston í úrslitum Austurdeildar að hann myndi ekki hika við að gera breytingar á leikmannahópnum ef honum bærust góð tilboð.Engin ásættanleg tilboð bárust þó í lykilmenn félagsins sem hafa verið áskrifendur af úrslitaviðureigninni í Austurdeildinni síðustu ár. Detroit mætir því til leiks með sama kjarna leikmanna og síðustu ár, en nýjan þjálfara.Það verður áhugavert að sjá hvernig Michael Curry, fyrrum leikmanni liðsins, tekst til - en hann hefur litla reynslu af þjálfun. Detroit verður áfram eitt sterkasta liðið í Austurdeildinni, en þó leikmenn eins og Rodney Stuckey og Jason Maxiell fái líklega fleiri mínútur en áður, er óvíst að þetta lið eigi eftir að bæta sig mikið.Detroit hefur tapað þrjú ár í röð í úrslitum Austurdeildarinnar eftir að það varð meistari árið 2004 og lék til úrslita árið 2005. Indiana PacersTJ Ford og Jarrett Jack - nýjustu liðsmenn PacersNordicPhotos/GettyImagesNokkrar breytingar hafa orðið á liði Indiana frá því á síðustu leiktíð og þar munar mest um að liðið lét miðherjann Jermaine O´Neal fara til Toronto í skiptum fyrir leikstjórnandann TJ Ford og miðherjann Rasho Nesterovic.Liðið fékk líka bakvörðinn Jarret Jack frá Portland og er þar með búið að stoppa upp í það sem var orðinn veikasti hlekkurinn í liðinu - leikstjórnandastaðan. Jamaal Tinsley hefur mannað stöðuna hjá liðinu síðustu ár, en hann hefur spilað sinn síðasta leik fyrir félagið.Jim O´Brien þjálfari byggir sóknarleik sinn mikið upp á hraða og langskotum og það verða ær og kýr þessa liðs í vetur. Ekki er hægt að segja að Indiana sé líklegt til afreka í vetur, enda stendur þar yfir uppbygging sem mun taka nokkur ár. Milwaukee BucksMichael Redd, Andrew Bogut og Richard JeffersonNordicPhotos/GettyImagesGríðarleg uppstokkun átti sér stað í herbúðum Milwaukee Bucks í sumar og það ekki af ástæðulausu. Liðið vann aðeins 26 leiki í fyrravetur og var það þriðji slakasti árangur liðsins frá upphafi.Hvorki fleiri né færri en 10 ný andlit voru því kynnt til sögunnar hjá félaginu í haust. Þar fer fremstur í flokki þjálfarinn Scott Skiles sem áður stýrði liði Chicago Bulls. Skiles verður ætlað að gefa Milwaukee það sem liðið hefur vantað undanfarin ár - hörku.Síðustu tímabil Milwaukee hafa einkennst af vonbrigðum og meiðslum, en nú á að breyta til. Liðið fékk til sín átta nýja leikmenn í sumar og þar fer fremstur í flokki framerjinn Richard Jefferson (22,6 stig) frá New Jersey Nets. Þá nýtur liðið áfram krafta aðalskorara síns Michael Redd (22,7 stig).Margir leikmenn hurfu líka á braut og mestu munar þar um leikssjórnandann Mo Williams sem fór til Cleveland. Ógerningur er að spá fyrir um gengi Bucks í vetur, en þó verður að teljast líklegt að liðið nái í það minnsta að toppa slakan árangur sinn frá því í fyrra. NBA Tengdar fréttir NBA upphitun: Kyrrahafsriðilinn Deildakeppnin í NBA hefst aðfaranótt miðvikudagsins 29. október. Vísir spáir í spilin fyrir komandi leiktíð og tekur hér fyrir Kyrrahafsriðilinn í Vesturdeildinni. 27. október 2008 13:13 NBA upphitun: Atlantshafsriðilinn Deildakeppnin í NBA hefst með látum aðra nótt. Vísir spáir í spilin fyrir komandi tímabil og byrjar á riðli meistara Boston Celtics, Atlantshafsriðlinum. 27. október 2008 10:13 NBA upphitun: Norðvesturriðill Deildarkeppni NBA hefst aðfararnótt miðvikudagsins 29. október. Vísir spáir í spilin fyrir leiktíðina og tekur hér fyrir Norðvesturriðilinn í Vesturdeildinni. 27. október 2008 12:57 NBA upphitun: Suðvesturriðillinn Leiktíðin í NBA hefst aðfaranótt miðvikudagsins 29. október. Vísir spáir í spilin fyrir komandi átök og tekur hér fyrir Suðvesturriðilinn í Vesturdeildinni. 27. október 2008 13:27 NBA upphitun: Suðausturriðillinn Deildakeppnin í NBA deildinni hefst aðfaranótt miðvikudagsins 29. október. Vísir spáir í spilin fyrir leiktíðina og tekur hér fyrir Suðausturriðilinn sem átti tvo fulltrúa í úrslitakeppninni síðasta vor. 27. október 2008 11:13 Mest lesið Guardiola var á undan Haaland með stóru fréttirnar Enski boltinn Anníe Mist, Katrín Tanja og Sara verða saman í liði Sport Margfaldur Ólympíuverðlaunahafi skiptir um íþrótt Sport Í stormi innan vallar en vann góðverk utan hans Enski boltinn Cristiano Ronaldo: Ef ég ætti Man. United þá myndi ég leysa vandann Enski boltinn Knattspyrnukonur eyddu jólunum í fangelsi Fótbolti Veltir því fyrir sér hvort nýja Liverpool þríeykið sé betra Enski boltinn Skoraði í ensku og dreif sig síðan í Ally Pally Enski boltinn Rashford laus úr útlegð Enski boltinn Yfirgnæfandi líkur á að Liverpool verði Englandsmeistari Enski boltinn Fleiri fréttir De'Sean Parsons mætir aftur til Hauka Meiddist eftir aðeins eina sekúndu Kostaði hann fjórtán milljónir að nota f-orðið í viðtali Stiklað á stóru sigrunum: „Erum stolt af því að vera íþróttabær“ Brotist inn til Doncic Grindvíkingar um daginn örlagaríka: „Í fyrsta sinn sem ég missi kúlið“ Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Elvar og félagar upp úr fallsæti eftir langþráðan sigur Tryggvi og Bilbæingar luku árinu með sigri Samspil Elvars og Tryggva meðal tilþrifa ársins Riley búinn að fá nóg og þvertekur fyrir að Miami muni skipta Butler Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ Sjá meira
Deildakeppnin í NBA hefst aðfaranótt miðvikudagsins 29. október. Vísir spáir í spilin fyrir komandi leiktíð og skoðar hér Miðriðilinn þar sem Cleveland og Detroit munu líklega berjast um efsta sætið. Detroit mætir til leiks með sama lið og á síðustu leiktíð en Cleveland hefur fengið til sín leikstjórnanda við hlið LeBron James. Gríðarleg uppstokkun hefur farið fram hjá Milwaukee, sem er með nýjan þjálfara í brúnni líkt og Chicago Bulls. Cleveland Cavaliers Lið Cleveland fer eins langt og LeBron James getur borið það í vetur, en honum barst nokkur liðsstyrkur í sumar. James var með ótrúlega tölfræði í fyrra þar sem hann skoraði 30 stig, hirti tæp 8 fráköst og gaf rúmar 7 stoðsendingar að meðaltali í leik. Leikstjórnandinn Mo Williams sem kom frá Milwaukee Bucks er skæður sóknarmaður og vonast er til að hann nái að létta eitthvað á James í sóknarleiknum. Williams skoraði rúm 17 stig að meðaltali fyrir Milwaukee síðasta vetur. Meiðsli og samningaþref leikmanna setti strik í reikninginn hjá Cleveland í byrjun síðustu leiktíðar, en ekkert slíkt verður uppi á teningnum að þessu sinni. Ljóst er að liðið þarf að bæta árangur sinn frá síðustu leiktíð ef það ætlar sér að halda í metnað LeBron James um að vinna meistaratitil. Chicago BullsDerrick Rose og Luol DengNordicPhotos/GettyImagesÞað verður áhugavert að sjá þróun mála hjá Chicago Bulls í vetur, en þar á verða tveir nýliðar væntanlega áberandi.Liðið datt í lukkupottinn í sumar þegar það hreppti fyrsta valrétt í nýliðavalinu og tók með honum leikstjórnandann Derrick Rose. Hann mun fá tækifæri til að komast hægt og rólega inn í hlutina en er engu að síður ætlað stórt hlutverk hjá liðinu.Annar nýliði hjá Chicago er þjálfarinn Vinnie Del Negro, sem fenginn var til að taka við liðinu án þess að hafa nokkra reynslu af þjálfun. Það kemur í hans hlut að sjóða hópinn saman og hjálpa mönnum að finna sig á ný eftir miklar hræringar í leikmannamálum undanfarin misseri.Chicago hefur ekki komist upp úr annari umferð úrslitakeppninnar í 10 ár, eða síðan Michael Jordan lagði skóna á hilluna. Það mun eftir sem áður treysta á menn eins og Kirk Hinrich, Ben Gordon (18 stig) og Luol Deng (17 stig) í sóknarleiknum. Detroit PistonsNær Michael Curry að temja Rasheed Wallace?NordicPhotos/GettyImagesJoe Dumars forseti Detroit lýsti því yfir eftir að liðið féll úr leik gegn Boston í úrslitum Austurdeildar að hann myndi ekki hika við að gera breytingar á leikmannahópnum ef honum bærust góð tilboð.Engin ásættanleg tilboð bárust þó í lykilmenn félagsins sem hafa verið áskrifendur af úrslitaviðureigninni í Austurdeildinni síðustu ár. Detroit mætir því til leiks með sama kjarna leikmanna og síðustu ár, en nýjan þjálfara.Það verður áhugavert að sjá hvernig Michael Curry, fyrrum leikmanni liðsins, tekst til - en hann hefur litla reynslu af þjálfun. Detroit verður áfram eitt sterkasta liðið í Austurdeildinni, en þó leikmenn eins og Rodney Stuckey og Jason Maxiell fái líklega fleiri mínútur en áður, er óvíst að þetta lið eigi eftir að bæta sig mikið.Detroit hefur tapað þrjú ár í röð í úrslitum Austurdeildarinnar eftir að það varð meistari árið 2004 og lék til úrslita árið 2005. Indiana PacersTJ Ford og Jarrett Jack - nýjustu liðsmenn PacersNordicPhotos/GettyImagesNokkrar breytingar hafa orðið á liði Indiana frá því á síðustu leiktíð og þar munar mest um að liðið lét miðherjann Jermaine O´Neal fara til Toronto í skiptum fyrir leikstjórnandann TJ Ford og miðherjann Rasho Nesterovic.Liðið fékk líka bakvörðinn Jarret Jack frá Portland og er þar með búið að stoppa upp í það sem var orðinn veikasti hlekkurinn í liðinu - leikstjórnandastaðan. Jamaal Tinsley hefur mannað stöðuna hjá liðinu síðustu ár, en hann hefur spilað sinn síðasta leik fyrir félagið.Jim O´Brien þjálfari byggir sóknarleik sinn mikið upp á hraða og langskotum og það verða ær og kýr þessa liðs í vetur. Ekki er hægt að segja að Indiana sé líklegt til afreka í vetur, enda stendur þar yfir uppbygging sem mun taka nokkur ár. Milwaukee BucksMichael Redd, Andrew Bogut og Richard JeffersonNordicPhotos/GettyImagesGríðarleg uppstokkun átti sér stað í herbúðum Milwaukee Bucks í sumar og það ekki af ástæðulausu. Liðið vann aðeins 26 leiki í fyrravetur og var það þriðji slakasti árangur liðsins frá upphafi.Hvorki fleiri né færri en 10 ný andlit voru því kynnt til sögunnar hjá félaginu í haust. Þar fer fremstur í flokki þjálfarinn Scott Skiles sem áður stýrði liði Chicago Bulls. Skiles verður ætlað að gefa Milwaukee það sem liðið hefur vantað undanfarin ár - hörku.Síðustu tímabil Milwaukee hafa einkennst af vonbrigðum og meiðslum, en nú á að breyta til. Liðið fékk til sín átta nýja leikmenn í sumar og þar fer fremstur í flokki framerjinn Richard Jefferson (22,6 stig) frá New Jersey Nets. Þá nýtur liðið áfram krafta aðalskorara síns Michael Redd (22,7 stig).Margir leikmenn hurfu líka á braut og mestu munar þar um leikssjórnandann Mo Williams sem fór til Cleveland. Ógerningur er að spá fyrir um gengi Bucks í vetur, en þó verður að teljast líklegt að liðið nái í það minnsta að toppa slakan árangur sinn frá því í fyrra.
NBA Tengdar fréttir NBA upphitun: Kyrrahafsriðilinn Deildakeppnin í NBA hefst aðfaranótt miðvikudagsins 29. október. Vísir spáir í spilin fyrir komandi leiktíð og tekur hér fyrir Kyrrahafsriðilinn í Vesturdeildinni. 27. október 2008 13:13 NBA upphitun: Atlantshafsriðilinn Deildakeppnin í NBA hefst með látum aðra nótt. Vísir spáir í spilin fyrir komandi tímabil og byrjar á riðli meistara Boston Celtics, Atlantshafsriðlinum. 27. október 2008 10:13 NBA upphitun: Norðvesturriðill Deildarkeppni NBA hefst aðfararnótt miðvikudagsins 29. október. Vísir spáir í spilin fyrir leiktíðina og tekur hér fyrir Norðvesturriðilinn í Vesturdeildinni. 27. október 2008 12:57 NBA upphitun: Suðvesturriðillinn Leiktíðin í NBA hefst aðfaranótt miðvikudagsins 29. október. Vísir spáir í spilin fyrir komandi átök og tekur hér fyrir Suðvesturriðilinn í Vesturdeildinni. 27. október 2008 13:27 NBA upphitun: Suðausturriðillinn Deildakeppnin í NBA deildinni hefst aðfaranótt miðvikudagsins 29. október. Vísir spáir í spilin fyrir leiktíðina og tekur hér fyrir Suðausturriðilinn sem átti tvo fulltrúa í úrslitakeppninni síðasta vor. 27. október 2008 11:13 Mest lesið Guardiola var á undan Haaland með stóru fréttirnar Enski boltinn Anníe Mist, Katrín Tanja og Sara verða saman í liði Sport Margfaldur Ólympíuverðlaunahafi skiptir um íþrótt Sport Í stormi innan vallar en vann góðverk utan hans Enski boltinn Cristiano Ronaldo: Ef ég ætti Man. United þá myndi ég leysa vandann Enski boltinn Knattspyrnukonur eyddu jólunum í fangelsi Fótbolti Veltir því fyrir sér hvort nýja Liverpool þríeykið sé betra Enski boltinn Skoraði í ensku og dreif sig síðan í Ally Pally Enski boltinn Rashford laus úr útlegð Enski boltinn Yfirgnæfandi líkur á að Liverpool verði Englandsmeistari Enski boltinn Fleiri fréttir De'Sean Parsons mætir aftur til Hauka Meiddist eftir aðeins eina sekúndu Kostaði hann fjórtán milljónir að nota f-orðið í viðtali Stiklað á stóru sigrunum: „Erum stolt af því að vera íþróttabær“ Brotist inn til Doncic Grindvíkingar um daginn örlagaríka: „Í fyrsta sinn sem ég missi kúlið“ Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Elvar og félagar upp úr fallsæti eftir langþráðan sigur Tryggvi og Bilbæingar luku árinu með sigri Samspil Elvars og Tryggva meðal tilþrifa ársins Riley búinn að fá nóg og þvertekur fyrir að Miami muni skipta Butler Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ Sjá meira
NBA upphitun: Kyrrahafsriðilinn Deildakeppnin í NBA hefst aðfaranótt miðvikudagsins 29. október. Vísir spáir í spilin fyrir komandi leiktíð og tekur hér fyrir Kyrrahafsriðilinn í Vesturdeildinni. 27. október 2008 13:13
NBA upphitun: Atlantshafsriðilinn Deildakeppnin í NBA hefst með látum aðra nótt. Vísir spáir í spilin fyrir komandi tímabil og byrjar á riðli meistara Boston Celtics, Atlantshafsriðlinum. 27. október 2008 10:13
NBA upphitun: Norðvesturriðill Deildarkeppni NBA hefst aðfararnótt miðvikudagsins 29. október. Vísir spáir í spilin fyrir leiktíðina og tekur hér fyrir Norðvesturriðilinn í Vesturdeildinni. 27. október 2008 12:57
NBA upphitun: Suðvesturriðillinn Leiktíðin í NBA hefst aðfaranótt miðvikudagsins 29. október. Vísir spáir í spilin fyrir komandi átök og tekur hér fyrir Suðvesturriðilinn í Vesturdeildinni. 27. október 2008 13:27
NBA upphitun: Suðausturriðillinn Deildakeppnin í NBA deildinni hefst aðfaranótt miðvikudagsins 29. október. Vísir spáir í spilin fyrir leiktíðina og tekur hér fyrir Suðausturriðilinn sem átti tvo fulltrúa í úrslitakeppninni síðasta vor. 27. október 2008 11:13