Fótbolti

Barcelona með flesta landsliðsmenn

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Þeir eru nokkrir, landsliðsmennirnir í Barcelona.
Þeir eru nokkrir, landsliðsmennirnir í Barcelona. Nordic Photos / AFP
Alls fimmtán leikmenn Barcelona leika með landsliðum sínum nú um helgina og í næstu viku. Ekkert spænskt lið á jafn marga landsliðsmenn í sínum röðum.

Einn þeirra er vitanlega Eiður Smári Guðjohnsen sem mun leik með Ísland gegn Norðmönnum ytra um helgina og gegn Skotlandi á heimavelli í næstu viku.

Engu að síður eru tveir landsliðsmenn í liði Barcelona sem ekki eru í þessum fimmtán manna hópi. Samuel Eto'o verður eftir á Spáni þar sem Kamerún er ekki að spila landsleik á næstu viku og þá á Argentínumaðurinn Gabriel Milito við meiðsli að stríða.

Real Madrid kemur næst á þessum lista með tólf landsliðsmenn og Atletico Madrid er með níu.

Eftir landsleikjafríið mætir Barcelona næst Racing Santander en undirbúningur liðanna verður væntanlega mjög ólíkur þar sem aðeins tveir leikmenn Racing verða fjarverandi með landsliðum sínum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×