Erlent

Kaupir hús ræningja síns

Mannræninginn og fórnarlambið.
Mannræninginn og fórnarlambið.

Austurríska stúlkan Natascha Kampusch hefur keypt húsið sem var fangelsi hennar í átta ár. Hún var tíu ára gömul þegar Wolfgang Priklopil rændi henni og hélt henni þar.

Í yfirheyrslum hjá lögreglunni sagði hún að hún hefði sjálfviljug haft við hann samræði. Priklopil framdi sjálfsmorð þegar hún loks flúði frá honum fyrir tveim árum.

Í viðtali við þýska tímaritið Bunte segir Kampusch að hún hafi margsinnum heimsótt húsið síðan.

Hún segir að það sé furðulegt að hún þurfi nú að borga rafmagn, hita og afborganir af húsi sem hún fram til þessa hafi ekki viljað búa í.

En hún vildi frekar kaupa húsið og verða eigandi þess en að láta rífa það og byggja raðhús á lóðinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×