Körfubolti

Boston marði Milwaukee í framlengingu

Paul Pierce og félagar unnu numan sigur á Milwaukee
Paul Pierce og félagar unnu numan sigur á Milwaukee NordicPhotos/GettyImages

Átta leikir fóru fram í NBA deildinni í körfubolta í nótt. Boston lagði Milwaukee naumlega 102-97 í framlengdum leik á útivell.

Paul Pierce skoraði 28 stig fyrir Boston og Ray Allen 27 en Kevin Garnett fór af velli með sína sjöttu villu þegar innan við tvær mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma. Andrew Bogut skoraði 20 stig fyrir Milwaukee.

Houston skellti New Orleans 91-82 á heimavelli. Yao Ming skoraði 21 stig fyrir Houston en David West var með 18 stig og 10 fráköst fyrir New Orleans. Chris Paul hitti illa í leiknum hjá New Orleans og skoraði 12 stig og gaf 12 stoðsendingar.

Golden State færði LA Clippers áttuda tapið í níu leikjum með 121-103 útisigri. Baron Davis var með 25 stig og 11 stoðsendingar hjá Clippers gegn sínum gömlu félögum, en nýliðinn Anthony Morrow fór hamförum með 37 stigum og 11 fráköstum hjá Golden State.

Atlanta tapaði heima fyrir New Jersey 119-107 og tapaði þar með þriðja leik sínum í röð eftir að hafa unnið fyrstu sex leiki sína á leiktíðinni. Joe Johnson skoraði 31 stig fyrir Atlanta en Devin Harris 33 fyrir New Jersey.

Philadelphia rótburstaði Oklahoma 110-85. Thaddeus Young skoraði 23 stig fyrir Philadelphia en Jeff Green 21 stig fyrir Oklahoma.

Cleveland þurfti að hafa mikið fyrir 105-93 sigri sínum á Utah Jazz á heimavelli, þar sem gestirnir voru án fjögurra fastamanna. LeBron James skoraði 38 stig fyrir Cleveland en Carlos Boozer 17 fyrir Utah.

Portland átti góðan endasprett og lagði Minnesota 88-83 á útivelli. Brandon Roy skoraði 24 stig fyrir Portland en Al Jefferson skoraði 26 stig fyrir heimamenn.

Loks vann Chicago sigur á Indiana á heimavelli 104-91. Nýliðinn Derrick Rose skoraði 23 stig og gaf 8 stoðsendingar fyrir Chicago en TJ Ford skoraði 16 stig fyrir Indiana.



NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×