Körfubolti

NBA: Houston hættir aftur - Hughes meiddur

Allan Houston hefur enn á ný þurft að hætta við endurkomu í NBA
Allan Houston hefur enn á ný þurft að hætta við endurkomu í NBA NordicPhotos/GettyImages

Bakvörðurinn Allan Houston hjá New York Knicks mistókst annað árið í röð að vinna sér sæti í liðinu og fullkomna þannig endurkomu sína í NBA deildina.

Houston lagði skóna á hilluna með Knicks árið 2005 vegna hnémeiðsla, en reyndi að vinna sér sæti í hóp liðsins nú á undirbúningstímabilinu. Hann náði ekki að spila æfingaleik vegna annara meiðsla og var látinn fara í dag. Honum verður væntanlega boðið starf utan vallar hjá félaginu.

Larry Hughes frá í 6-8 vikur

Bakvörðurinn Larry Hughes hjá Chicago Bulls mun ekki spila með liði sínu fyrr en í desember. Hughes fór úr axlarlið í æfingaleik í gærkvöldi og verður frá keppni í 6-8 vikur.

Þeir Ben Gordon, Tyrus Thomas og Michael Ruffin eru þegar meiddir hjá Chicago.

Meiðsli Hughes gætu þýtt að nýliðinn Derrick Rose, sem valinn var fyrstur í nýliðavalinu í sumar, fengi meiri spilatíma strax í upphafi leiktíðar. Hann mun berjast um leikstjórnandastöðuna hjá Bulls við Kirk Hinrich.

Keppnistímabilið í NBA hefst 28. október.





NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×