Bíó og sjónvarp

Black í Putalandi

jack black Black hefur tekið að sér aðalhlutverkið í mynd byggðri á skáldsögunni sígildu Gúlliver í Putalandi.
jack black Black hefur tekið að sér aðalhlutverkið í mynd byggðri á skáldsögunni sígildu Gúlliver í Putalandi.
Jack Black hefur tekið að sér aðalhlutverkið í nýrri kvikmynd byggðri á hinni sígildu sögu Gúlliver í Putalandi eftir Jonathan Swift. Myndin fjallar um blaðamanninn Lemuel Gulliver sem er staddur í Bermúda þegar hann skyndilega upplifir sjálfan sig sem risa innan um íbúa hinnar földu eyjar Lilliput. Leikstjóri myndarinnar verður Rob Letterman sem vakti mikla lukku með teiknimyndinni Shark Tale. Tólf ár eru liðin síðan gerð var sjónvarpsþáttaröð um Gúlliver með Ted Danson og Mary Steenburgen í aðalhlutverkum.

Jack Black sést næst á hvíta tjaldinu í myndinni The Year One sem verður frumsýnd næsta sumar. Framleiðandi hennar er Judd Apatow, sem á að baki myndir á borð við 40 Year Old Virgin og Superbad.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×