Fótbolti

Barcelona burstaði Sporting

Xavi og Eto´o fagna marki í kvöld
Xavi og Eto´o fagna marki í kvöld AFP

Barcelona virtist loksins hrökkva í gírinn í spænsku úrvalsdeildinni í kvöld þegar liðið vann 6-1 útisigur á Sporting Gijon.

Leo Messi skoraði tvö mörk fyrir Barcelona í leiknum og þeir Eto´o, Xavi og Iniesta eitt hver, en eitt markanna var sjálfsmark heimamanna.

Eiður Smári Guðjohnsen kom inn sem varamaður þegar um 20 mínútur lifðu leiks og lagði upp fimmta markið.

Sigurinn fleytti Barcelona þó aðeins í níunda sæti eftir hökt í byrjun leiktíðar en Sporting situr á botninum án stiga.

Real Madrid lagði Racing 2-0 á útivelli með mörkum De la Red og Van Nistelrooy í síðari hálfleik og situr í fimmta sæti deildarinnar með sex stig líkt og grannarnir í Atletico sem lögðu Valladolid 2-1 í dag.

Valencia, Almeria, Villarreal og Espanyol eru efst og jöfn í deildinni með sjö stig eftir þrjár umferðir. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×