Fótbolti

Huntelaar kynntur til sögunnar - Myndir

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Huntelaar með treyjuna sína í dag.
Huntelaar með treyjuna sína í dag. Nordic Photos / Getty Images

Real Madrid hefur kynnt Klaas Jan Huntelaar formlega til sögunnar sem leikmann félagsins. Treyja hans mun bera númerið nítján.

Real Madrid komst að samkomulagi við Ajax fyrr í vikunni um kaup á Huntelaar sem gengur formlega til liðs við félagið þegar að félagaskiptaglugginn opnar um áramótin. Hann samdi við félagið til loka tímabilsins 2013.

Huntelaar tjáði sig á spænsku á blaðamannafundinum og var þakklátur fyrir að fá tækifæri til að spila með Real Madrid.

Alfredo di Stefano, fyrrum leikmaður Real Madrid og ein stærsta goðsögn félagsins, var viðstaddur fundinn eins og ávallt þegar nýir leikmenn eru kynntir til sögunnar.

Roman Calderon, forseti Real Madrid, sagði að áætlað hefði verið að fá Huntelaar næsta sumar en ákveðið að kaupa hann nú vegna meiðsla Ruud van Nistelrooy sem verður frá út tímabilið.

Huntelaar er sjötti Hollendingurinn í herbúðum Real Madrid en fyrir eru þeir van Nistelrooy, Wesley Sneijder, Rafael van der Vaart, Arjen Robben og Royston Drenthe.

Ramon Calderon og Klaas Jan Huntelaar á fundinum í dag.Nordic Photos / Getty Images
Huntelaar verður í treyju númer nítján.Nordic Photos / Getty Images
Alfredo di Stefano var einnig á fundinum í dag.Nordic Photos / Getty Images
Huntelaar sýndi listir sínar á vellinum eftir fundinn.Nordic Photos / Getty Images
Nordic Photos / Getty Images



Fleiri fréttir

Sjá meira


×