Fótbolti

Heimsmethafinn Bolt ætlar að æfa með Real Madrid

NordicPhotos/GettyImages

Usain Bolt, fljótasti maður jarðar, hefur staðfest að honum hafi boðist að mæta á æfingu hjá spænska liðinu Real Madrid.

Jamaíkumaðurinn, sem setti heimsmet í bæði 100 og 200 metra hlaupi á Ól í Peking, er ákafur stuðningsmaður Real Madrid. Hann fékk í dag formlegt tilboð frá Real um að koma og horfa á leik með liðinu.

"Mér var boðið að mæta á æfingu og ég mun sannarlega láta verða af því," sagði Bolt.

Hann segir að Ruud Van Nistelrooy sé uppáhaldsleikmaðurinn sinn í liði Real Madrid.

"Ég er búinn að fylgast með Nistelrooy síðan hann var hjá Manchester United og ég veit að hann er stórkostlegur leikmaður," sagði Bolt.

Ekki hefur verið ákveðið hvenær hinn sprettharði Bolt mætir á æfingu hjá þeim hvítu, en heimsókn hans á væntanlega eftir að vekja verðskuldaða athygli.

Bolt hefur t.a.m. verið bókaður í þátt David Letterman á CBS sjónvarpsstöðinni þann 24. september, en það verður í fyrsta skipti sem hann kemur fram í bandarískjum spjallþætti.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×