Sport

Chambers má ekki keppa á ÓL

NordcPhotos/GettyImages

Breski spretthlauparinn Dwain Chambers fær ekki þátttökurétt á Ólympíuleikunum í Kína eftir að beiðni hans um að keppnisbanni hans yrði aflétt var synjað í dag.

Chambers féll á lyfjaprófi vegna steranotkunar árið 2003 og var dæmdur í lífstíðarbann í kjölfarið. Mál hans var tekið fyrir í hæstarétti í dag.

Hann getur enn áfrýjað þessari niðurstöðu, en er að falla á tíma þar sem stutt er í leikana og breska Ólympíusambandið þarf að tilgreina keppnislið sitt í síðasta lagi á sunnudag.

Chambers hafði þegar náð Ólympíulágmarki með því að hlaupa 100 metrana á 10 sekúndum sléttum á móti síðasta laugardag.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×