NBA: Meistararnir 2-0 undir gegn New Orleans 6. maí 2008 09:44 Tyson Chandler og Chris Paul brosa sínu breiðasta, enda komnir í 2-0 gegn meisturunum NordcPhotos/GettyImages Tveir leikir fóru fram í úrslitakeppninni í NBA deildinni í nótt. Detroit náði 2-0 forystu gegn Orlando og New Orleans vann öruggan sigur á meisturum San Antonio. Lið New Orleans heldur áfram að koma á óvart og eftir jafnan fyrri hálfleik annars leiks liðsins gegn San Antonio í nótt, stakk liðið af í þriðja leikhlutanum sem það vann 36-18 og eftir það var sigurinn aldrei í hættu. Lokatölur 102-84 fyrir New Orleans. Chris Paul skoraði 30 stig og gaf 12 stoðsendingar - og sýndi götuboltatilþrif hvað eftir annað þegar hann prjónaði sig í gegn um vörn meistaranna. Peja Stojakovic bætti við 25 stigum fyrir New Orleans, þar af fimm þristum. New Orleans er þar með fyrsta liðið síðan árið 2001 sem nær að komast í 2-0 forystu gegn San Antonio í seríu í úrslitaleppni, en það gerði síðast meistaralið LA Lakers á sínum tíma og vann reyndar einvígið 4-0. Tim Duncan var atkvæðamestur í liði San Antonio með 18 stig og 8 fráköst, Manu Ginobili skoraði 13 stig og Tony Parker aðeins 11. Næsti leikur fer fram í San Antonio á fimmtudagskvöldið, en þar er ljóst að heimamenn verða heldur betur að finna taktinn eftir tvo slaka leiki í New Orleans. Detroit komst í 2-0 gegn Orlando Detroit Pistons varði heimavöllinn sinn gegn Orlando og náði 2-0 forystu í einvígi liðanna í nótt með 100-93 sigri. Chauncey Billups skoraði 28 stig fyrir Detroit í sigrinum, en umdeild þriggja stiga karfa sem hann skoraði undir lok þriðja leikhluta olli miklum deilum vegna meintra mistaka á ritaraborði. Sigur Detroit var þó langt frá því að vera auðveldur og var það téður Billups sem tryggði heimamönnum endanlega sigurinn með tveimur vítaskotum þegar tæpar 11 sekúndur voru eftir af leiknum. Rasheed Wallace og Tayshaun Prince skoruðu 17 stig hvor fyrir Detroit. Dwight Howard skoraði 22 stig og hirti 18 fráköst fyrir Orlando, Jameer Nelson skoraði 22 stig og Rashard Lewis 20 stig. Leikur þrjú í seríunni er í Orlando á miðvikudagskvöldið. NBA Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Fleiri fréttir Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sjá meira
Tveir leikir fóru fram í úrslitakeppninni í NBA deildinni í nótt. Detroit náði 2-0 forystu gegn Orlando og New Orleans vann öruggan sigur á meisturum San Antonio. Lið New Orleans heldur áfram að koma á óvart og eftir jafnan fyrri hálfleik annars leiks liðsins gegn San Antonio í nótt, stakk liðið af í þriðja leikhlutanum sem það vann 36-18 og eftir það var sigurinn aldrei í hættu. Lokatölur 102-84 fyrir New Orleans. Chris Paul skoraði 30 stig og gaf 12 stoðsendingar - og sýndi götuboltatilþrif hvað eftir annað þegar hann prjónaði sig í gegn um vörn meistaranna. Peja Stojakovic bætti við 25 stigum fyrir New Orleans, þar af fimm þristum. New Orleans er þar með fyrsta liðið síðan árið 2001 sem nær að komast í 2-0 forystu gegn San Antonio í seríu í úrslitaleppni, en það gerði síðast meistaralið LA Lakers á sínum tíma og vann reyndar einvígið 4-0. Tim Duncan var atkvæðamestur í liði San Antonio með 18 stig og 8 fráköst, Manu Ginobili skoraði 13 stig og Tony Parker aðeins 11. Næsti leikur fer fram í San Antonio á fimmtudagskvöldið, en þar er ljóst að heimamenn verða heldur betur að finna taktinn eftir tvo slaka leiki í New Orleans. Detroit komst í 2-0 gegn Orlando Detroit Pistons varði heimavöllinn sinn gegn Orlando og náði 2-0 forystu í einvígi liðanna í nótt með 100-93 sigri. Chauncey Billups skoraði 28 stig fyrir Detroit í sigrinum, en umdeild þriggja stiga karfa sem hann skoraði undir lok þriðja leikhluta olli miklum deilum vegna meintra mistaka á ritaraborði. Sigur Detroit var þó langt frá því að vera auðveldur og var það téður Billups sem tryggði heimamönnum endanlega sigurinn með tveimur vítaskotum þegar tæpar 11 sekúndur voru eftir af leiknum. Rasheed Wallace og Tayshaun Prince skoruðu 17 stig hvor fyrir Detroit. Dwight Howard skoraði 22 stig og hirti 18 fráköst fyrir Orlando, Jameer Nelson skoraði 22 stig og Rashard Lewis 20 stig. Leikur þrjú í seríunni er í Orlando á miðvikudagskvöldið.
NBA Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Fleiri fréttir Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sjá meira