Sport

Sastre á sigurinn vísan

Elvar Geir Magnússon skrifar
Sastre er að fara að vinna sinn fyrsta sigur í Frakklandshjólreiðunum, Tour de France. Hann er 33 ára.
Sastre er að fara að vinna sinn fyrsta sigur í Frakklandshjólreiðunum, Tour de France. Hann er 33 ára.

Spánverjinn Carlos Sastre mun að öllum líkindum vinna sinn fyrsta sigur í Frakklandshjólreiðunum. Helstu keppinautum hans mistókst að saxa almennilega á forskot hans í dag.

Sastre er með 64 sekúndna forskot þegar aðeins ein dagleið er eftir en hún verður hjóluð á morgun. Sá sem er efstur fyrir lokadaginn hefur í gegnum tíðina ekki tapað forystu sinni.

Í heildarstigakeppninni er Cadel Evans frá Ástralíu í öðru sæti en hann náði sér ekki eins vel á strik í dag og hann hafði vonast eftir. Þjóðverjinn Stefan Schumacher vann dagleiðina í dag.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×