Erlent

Valsinn hennar Matthildar var ástaróður -myndband

Óli Tynes skrifar

Lagið fjöruga Waltzing Mathilda er oft kallað óopinber þjóðsöngur Ástrala. Ástralskur sagnfræðingur hefur komist að þeirri niðurstöðu að lagið hafi verið ástaróður en ekki sósíaliskur baráttusöngur.

Árið 1891 fóru rúningarmenn í Ástralíu í verkfallið mikla sem kallað hefur verið, og ástralskar rollur gengu órúnar um akra.

Hingaðtil hefur verið talið að ljóðskáldið „Banjo" Paterson hafi skrifað textann til stuðnings verkfallsmönnum. Hann fjallar um flakkara sem hirðir vænan sauð og stingur í mal sinn.

Búgarðseigandinn kemur á vettvang með þrem löggum. Frekar en vera handtekinn stekkur flakkarinn út í tjörn og drekkir sér. Síðan má sjá draug hans vappa um í grennd við tjörnina. Auðvitað syngjandi um Matthildi sína.

Höfundur lagsins var kona að nafni Christina Macpherson. Sagnfræðingurinn Peter Forest telur að Paterson hafi borið til hennar tilfinningar. Hann hafi skrifað textann til þess að sýna henni að hann gæti fundið tónum hennar orð.

Þið getið hlustað á Matthildi hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×