Á Ísland að taka upp evru? Björgvin Guðmundsson skrifar 24. september 2008 09:32 Samtök atvinnulífsins hafa lagt til við ASÍ, að aðilar vinnumarkaðarins beiti sér fyrir því, að nýr gjaldmiðill verði tekinn upp, þar eð krónan dugi ekki lengur. Þetta eru talsverð tíðindi. Ekki liggur að vísu alveg fyrir hvort samtökin verði sammála um að beita sér fyrir upptöku evru eða annars erlends gjaldmiðils. En líklegt er, að svo verði. Ef taka á upp evru verður það ekki gert án aðildar að Evrópusambandinu. Um það efni hafa fengist skýr svör frá ESB. Björn Bjarnason ráðherra hefur að vísu lagt til, að kannað verði hvort unnt sé að taka upp evru án aðildar að ESB. Hann telur möguleika á því, að EES-ríki geti fengið að taka upp evru án aðildar að ESB. Ég tel þetta ólíklegt en sjálfsagt er að láta á það reyna. Ef samstaða verður um að taka upp nýjan gjaldmiðil tel ég líklegast, að evra verði fyrir valinu. Við erum í Evrópska efnahagssvæðinu og mest af okkar viðskiptum eru við ríki ESB. Líklegt er, að Ísland gangi í ESB innan ekki mjög langs tíma. Þess vegna væri óskynsamlegt að taka upp annan gjaldmiðil en evru. Fengjum aðild að stjórn ESBHver eru rökin fyrir aðild að ESB? Þau eru helst þessi: 1. Við fengjum aðild að stjórn ESB,þingi, framkvæmdastjórn og öðrum stofnunum sambandsins. Í dag verðum við að taka við tilskipunum ESB án þess að eiga aðild að stjórn sambandsins. 2.Við fengjum aðild að Myntbandalagi Evrópu og gætum tekið upp evru. 3. Við fengjum væntanlega tollfrelsi fyrir þær fáu sjávarafurðir,sem enn eru utan fríverslunarsamnings Íslands og ESB. Helstu rökin gegn aðild að ESB eru þessi: 1. Við yrðum að lúta sjávarútvegsstefnu ESB og sætta okkur við að veiðiheimildir til veiða við Island. yrðu gefnar út í Brussel. 2.Við yrðum að sætta okkur við yfirþjóðlegt vald ESB. Varðandi rökin gegn aðild að ESB skipta sjávarútvegsmálin mestu máli. Ekki yrði mikil breyting á yfirþjóðlegu valdi ESB yfir Íslandi. Við lútum því þegar í dag og þar yrði sáralítil breyting á. Margir telja,að Ísland mundi fá allar eða nær allar heimildir til veiða við Ísland vegna veiðireynslu Íslendinga hér. Þessir aðilar telja, að Ísland hafi ekkert að óttast í þessu efni. Margir áhrifamenn ESB hafa tekið undir þetta. Fengi Ísland undanþágu?Ef Ísland sækir um aðild að ESB mun það sjálfsagt reyna að fá undanþágur fyrir sinn sjávarútveg. Það fæst ekkert upp um það fyrirfram hvort Ísland fær undanþágur eða ekki. Það má reyna að fá undanþágu á þeim grundvelli, að Ísland sé á fjarlægum norðurslóðum og að Ísland sé fámennt eyríki. Svíar fengu undanþágur fyrir sinn landbúnað , m.a.á þeim grundvelli að landbúnaður þeirra væri á fjarlægum norðurslóðum. Gallinn varðandi Ísland er sá, að sjávarútvegur okkar stendur mjög vel og Ísland er mjög ríkt þjóðfélag. Þetta veikur undanþágubeiðnir okkar. Ég tel,að Ísland ætti að sækja um aðild að ESB og láta reyna á það hvað fengist út úr samningaviðræðum um aðild. Ég tel ekki að við getum sætt okkur við hvað sem er í því efni. Niðurstaða í sjávarútvegsmálum getur skipt sköpum. Síðan ætti að leggja samninganiðurstöður ( aðildarsamning) undir þjóðaratkvæði. Þjóðin ætti þannig að ráða því hvort og á hvaða grundvelli Ísland gengi í ESB. Höfundur er viðskiptafræðingur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Björgvin Guðmundsson Mest lesið Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Plasttappamálið og skrækjandi þingmenn Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson skrifar Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Minni kvenna - lofræða gervigreindar til hinnar íslensku konu Steinar Birgisson skrifar Skoðun Forvarnarsamtök óska skýringa á seinagangi Árni Einarsson skrifar Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson skrifar Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Sjá meira
Samtök atvinnulífsins hafa lagt til við ASÍ, að aðilar vinnumarkaðarins beiti sér fyrir því, að nýr gjaldmiðill verði tekinn upp, þar eð krónan dugi ekki lengur. Þetta eru talsverð tíðindi. Ekki liggur að vísu alveg fyrir hvort samtökin verði sammála um að beita sér fyrir upptöku evru eða annars erlends gjaldmiðils. En líklegt er, að svo verði. Ef taka á upp evru verður það ekki gert án aðildar að Evrópusambandinu. Um það efni hafa fengist skýr svör frá ESB. Björn Bjarnason ráðherra hefur að vísu lagt til, að kannað verði hvort unnt sé að taka upp evru án aðildar að ESB. Hann telur möguleika á því, að EES-ríki geti fengið að taka upp evru án aðildar að ESB. Ég tel þetta ólíklegt en sjálfsagt er að láta á það reyna. Ef samstaða verður um að taka upp nýjan gjaldmiðil tel ég líklegast, að evra verði fyrir valinu. Við erum í Evrópska efnahagssvæðinu og mest af okkar viðskiptum eru við ríki ESB. Líklegt er, að Ísland gangi í ESB innan ekki mjög langs tíma. Þess vegna væri óskynsamlegt að taka upp annan gjaldmiðil en evru. Fengjum aðild að stjórn ESBHver eru rökin fyrir aðild að ESB? Þau eru helst þessi: 1. Við fengjum aðild að stjórn ESB,þingi, framkvæmdastjórn og öðrum stofnunum sambandsins. Í dag verðum við að taka við tilskipunum ESB án þess að eiga aðild að stjórn sambandsins. 2.Við fengjum aðild að Myntbandalagi Evrópu og gætum tekið upp evru. 3. Við fengjum væntanlega tollfrelsi fyrir þær fáu sjávarafurðir,sem enn eru utan fríverslunarsamnings Íslands og ESB. Helstu rökin gegn aðild að ESB eru þessi: 1. Við yrðum að lúta sjávarútvegsstefnu ESB og sætta okkur við að veiðiheimildir til veiða við Island. yrðu gefnar út í Brussel. 2.Við yrðum að sætta okkur við yfirþjóðlegt vald ESB. Varðandi rökin gegn aðild að ESB skipta sjávarútvegsmálin mestu máli. Ekki yrði mikil breyting á yfirþjóðlegu valdi ESB yfir Íslandi. Við lútum því þegar í dag og þar yrði sáralítil breyting á. Margir telja,að Ísland mundi fá allar eða nær allar heimildir til veiða við Ísland vegna veiðireynslu Íslendinga hér. Þessir aðilar telja, að Ísland hafi ekkert að óttast í þessu efni. Margir áhrifamenn ESB hafa tekið undir þetta. Fengi Ísland undanþágu?Ef Ísland sækir um aðild að ESB mun það sjálfsagt reyna að fá undanþágur fyrir sinn sjávarútveg. Það fæst ekkert upp um það fyrirfram hvort Ísland fær undanþágur eða ekki. Það má reyna að fá undanþágu á þeim grundvelli, að Ísland sé á fjarlægum norðurslóðum og að Ísland sé fámennt eyríki. Svíar fengu undanþágur fyrir sinn landbúnað , m.a.á þeim grundvelli að landbúnaður þeirra væri á fjarlægum norðurslóðum. Gallinn varðandi Ísland er sá, að sjávarútvegur okkar stendur mjög vel og Ísland er mjög ríkt þjóðfélag. Þetta veikur undanþágubeiðnir okkar. Ég tel,að Ísland ætti að sækja um aðild að ESB og láta reyna á það hvað fengist út úr samningaviðræðum um aðild. Ég tel ekki að við getum sætt okkur við hvað sem er í því efni. Niðurstaða í sjávarútvegsmálum getur skipt sköpum. Síðan ætti að leggja samninganiðurstöður ( aðildarsamning) undir þjóðaratkvæði. Þjóðin ætti þannig að ráða því hvort og á hvaða grundvelli Ísland gengi í ESB. Höfundur er viðskiptafræðingur
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun
Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun