Fótbolti

Real Madrid Spánarmeistari

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Leikmenn Real Madrid fagna titlinum í kvöld.
Leikmenn Real Madrid fagna titlinum í kvöld. Nordic Photos / AFP
Real Madrid varð í kvöld Spánarmeistari í knattspyrnu eftir 2-1 dramatískan sigur á Osasuna á útivelli.

Real Madrid er nú með tíu stiga forystu á Villarreal þegar þrjár umferðir eru eftir af mótinu.

Útlitið var ekki bjart eftir að Fabio Cannavaro fékk að líta rauða spjaldið undir lok fyrri hálfleiks og Punal kom heimamönnum yfir með vítaspyrnu á 84. mínútu.

En á 88. mínútu náði Real Madrid að jafna metin eftir að Arjen Robben skoraði með skalla eftir fyrirgjöf varamannsins Gonzalo Higuin.

Higuin skoraði svo sigurmarkið í blálok leiksins eftir að hann fékk stungusendingu inn fyrir vörn Osasuna frá Sergio Ramos og skoraði af miklu öryggi.

Gríðarleg fagnaðarlæti brutust út meðal leikmanna Real Madrid í kjölfarið enda vann liðið titilinn í ár með glæsibrag.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×