Viðskipti innlent

Marel rýkur upp í morgunsárið

Hörður Arnarson, forstjóri Marel Food Systems.
Hörður Arnarson, forstjóri Marel Food Systems. Mynd/GVA

Gengi hlutabréfa í Marel Food Systems hefur rokið upp um 4,14 prósent í byrjun dags í Kauphöllinni. Þetta er mesta hækkun dagsins. Á eftir fylgir gengi bréfa í stoðtækjafyrirtækinu Össur, sem hefur hækkað um 1,67 prósent. Þá hefur gengi Bakkavarar hækkað um 0,67 prósent.

Gengi engra hlutabréfa hefur lækkað það sem af er dags.

Viðskipti með hlutabréf í Kauphöllinni eru fimmtán talsins upp á tæpa 123,5 milljónir króna.

Úrvalsvísitalan hefur hækkað um 0,3 prósent og stendur í 654 stigum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×