Erlent

Verkfallið í Zimbabwe fór út um þúfur

Óli Tynes skrifar
Mugabe forseti sendi mikið lögreglulið af stað þegar boðað var til verkfalls.
Mugabe forseti sendi mikið lögreglulið af stað þegar boðað var til verkfalls.

Allsherjarverkfall sem stjórnarandstaðan í Zimbabwe hvatti til fór út um þúfur í dag. Hvatt var til verkfallsins til að knýja á um að úrslit úr forsetakosningum yrðu birt, en þær fóru fram 29. mars.

Ástæðurnar fyrir því að verkfallið fór út um þúfur eru sagðar vera þær að fólk óttist öryggissveitir Mugabes forseta. Auk þess megi hungraðir íbúar landsins hreinlega ekki við því að missa úr eitt augnablik við að reyna að sjá sér farboða.

Fjórir af hverjum fimm íbúum landsins eru atvinnulausir og verðbólgan er yfir áttahundruð þúsund prósent.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×