EES til óþurftar Ögmundur Jónasson skrifar 2. júlí 2008 00:01 Um síðustu helgi voru forsíður tveggja íslenskra blaða, Morgunblaðsins og Fréttablaðsins undirlagðar kröfum um að Íslendingar gengju tafarlaust í Evrópusambandið. Í öðru blaðinu var vitnað í viðskiptamógúl og hinu talskonu banka. Kvöldið áður hafði framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, haft uppi svipaðan málflutning í ljósvakamiðlum og talsmaður fjármálastofnana sagði að íslenska ríkið væri hugsanlega skaðabótaskylt vegna þess að dómsaðili í Brüssel hefði komist að þeirri niðurstöðu að Íbúðalánasjóður samræmdist ekki markaðsskilmálum á hinu Evrópska efnahagssvæði. Meintur glæpur íslenska ríkisins er sá að setja á stofn sérstakan Íbúðalánasjóð fyrir alla landsmenn. Sjóðurinn er sjálfbær í þeim skilningi að hann nýtur ekki ríkisstyrkja. En vegna þess að bakhjarl hans er íslenska ríkið fær hann ódýrara lánsfé en ella. Af því njóta allir landsmenn góðs. Og sú staðreynd að hann byggir á íbúðaveðum á landinu öllu - bæði á svæðum þar sem veð eru „trygg" og einnig þar sem þau eru það síður - og vegna þess að allir tekjuhópar eiga þar aðild - þá verður niðurstaðan hagstæð fyrir heildina. Þetta hefur bönkunum alltaf þótt ófært. Þeir vilja komast yfir „tryggu" veðin og láta þá skattborgarann um „félagslegu" úrræðin. Þegar bankarnir fengu ekki sínu framgengt kærðu þeir til Brüssel og viti menn þar var skilningur á því að ríkið á Íslandi skekkti samkeppnisstöðu fjármálafyrirtækja! Hvað ætlum við að ganga langt í því að láta aðild okkar að hinu Evrópska efnahagssvæði brjóta niður hér allt sem heitir samfélag? Skyldi vera samhengi á milli markaðshyggjunnar sem er ríkjandi innan Evrópusambandsins og áfergju hérlendra fjármálaafla að komast alla leið inn í Evrópusambandið? Í mínum huga verða kröfur fjármálamanna að varnaðarorðum. Og hótanir frá Brüssel eiga að verða okkur hvatning um að endurskoða tengsl okkar við Evrópusambandið. Það er löngu komið á daginn að EES samningurinn er íslensku samfélagi að mörgu leyti mjög skaðlegur. Nýjustu hótanir minna á það. Höfundur er alþingismaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ögmundur Jónasson Mest lesið Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Afkastadrifin menntun og verðgildi nemenda Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Ég er deildarstjóri í leikskóla Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Draumastarfið Arnfríður Hermannsdóttir skrifar Skoðun Hjartsláttur sjávarbyggðanna Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Erum við tilbúin til að bæta menntakerfið okkar? Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson skrifar Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Fólk, fjárfestingar og framfarir Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Húsnæðis- og skipulagsmál Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
Um síðustu helgi voru forsíður tveggja íslenskra blaða, Morgunblaðsins og Fréttablaðsins undirlagðar kröfum um að Íslendingar gengju tafarlaust í Evrópusambandið. Í öðru blaðinu var vitnað í viðskiptamógúl og hinu talskonu banka. Kvöldið áður hafði framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, haft uppi svipaðan málflutning í ljósvakamiðlum og talsmaður fjármálastofnana sagði að íslenska ríkið væri hugsanlega skaðabótaskylt vegna þess að dómsaðili í Brüssel hefði komist að þeirri niðurstöðu að Íbúðalánasjóður samræmdist ekki markaðsskilmálum á hinu Evrópska efnahagssvæði. Meintur glæpur íslenska ríkisins er sá að setja á stofn sérstakan Íbúðalánasjóð fyrir alla landsmenn. Sjóðurinn er sjálfbær í þeim skilningi að hann nýtur ekki ríkisstyrkja. En vegna þess að bakhjarl hans er íslenska ríkið fær hann ódýrara lánsfé en ella. Af því njóta allir landsmenn góðs. Og sú staðreynd að hann byggir á íbúðaveðum á landinu öllu - bæði á svæðum þar sem veð eru „trygg" og einnig þar sem þau eru það síður - og vegna þess að allir tekjuhópar eiga þar aðild - þá verður niðurstaðan hagstæð fyrir heildina. Þetta hefur bönkunum alltaf þótt ófært. Þeir vilja komast yfir „tryggu" veðin og láta þá skattborgarann um „félagslegu" úrræðin. Þegar bankarnir fengu ekki sínu framgengt kærðu þeir til Brüssel og viti menn þar var skilningur á því að ríkið á Íslandi skekkti samkeppnisstöðu fjármálafyrirtækja! Hvað ætlum við að ganga langt í því að láta aðild okkar að hinu Evrópska efnahagssvæði brjóta niður hér allt sem heitir samfélag? Skyldi vera samhengi á milli markaðshyggjunnar sem er ríkjandi innan Evrópusambandsins og áfergju hérlendra fjármálaafla að komast alla leið inn í Evrópusambandið? Í mínum huga verða kröfur fjármálamanna að varnaðarorðum. Og hótanir frá Brüssel eiga að verða okkur hvatning um að endurskoða tengsl okkar við Evrópusambandið. Það er löngu komið á daginn að EES samningurinn er íslensku samfélagi að mörgu leyti mjög skaðlegur. Nýjustu hótanir minna á það. Höfundur er alþingismaður.
Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar
Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar