„Þú ert dópið mitt“ Einar Már Jónsson skrifar 13. ágúst 2008 06:00 Þegar þessar línur eru ritaðar er sennilega fullsnemmt að spá um það hver verði talinn helsti menningarviðburður sumarsins í Frakklandi, en eitt hefur þó séð dagsins ljós sem reynist vafalaust skæður keppandi um þennan eftirsóknarverða titil, og það er nýr geisladiskur hinnar vinsælu vísnasöngkonu Cörlu Bruni. Þótt þessi fjölmiðlastjarna væri fræg fyrir hitt og þetta, m.a. fyrir það að vera fyrirsæta á toppinum með öllu sem því fylgdi, svo og ekki síst fyrir að vera fyrirmyndin að persónu (og reyndar hinni verstu norn) í umtalaðri skáldsögu, vakti hún einkum athygli árið 2002 þegar hún sendi frá sér sinn fyrsta geisladisk, sem hét „Einhver sagði mér" og mun hafa selst óhemju vel. Titillagið flutti hún jafnframt á netinu og var þar endurtekið æ ofan í æ viðlagið: „Einhver sagði mér það, hann elskar mig enn." Þar gátu menn heyrt og séð að hún hefur ákaflega litla rödd, en er eigi að síður lagviss, hún hvíslaði lag og texta á mjög „intímískan" hátt ef svo má segja og sló gítargrip undir. Næsti geisladiskurinn, þar sem hún söng ensk ljóð undir sínum eigin lögum, vakti ekki eins mikla athygli, en í þessum þriðja geisladisk sínum snýr hún aftur til upprunans og er það talið lofa góðu. Hann ber heitið „Eins og ekkert hafi gerst", og er öllum ljóst að þessi orð víkja að því að í millitíðinni er Carla Bruni orðin spúsa Nikulásar Sarkozys Frakklandsforseta; um leið og búið var að taka til eftir brúðkaupsveisluna lét hann setja upp upptökuherbergi í forsetahöllinni og þar var geisladiskurinn síðan tekinn upp. Nú er það vitanlega mjög algengt að ungar konur á öllum aldri rauli ástarsöngva og spili undir þeim vinnukonugripin á gítar, með fáeinum viðbótum kannske sóttum utar í fimmundahringinn, en þegar söngkonan er jafnframt forsetafrú landsins verður atburðurinn stærri. Fréttamenn hafa nú skilið heiti geisladisksins sem vinsamlega ábendingu til hlustenda og gagnrýnenda um að gleyma því, en býsna hætt er við því að slíkt takist mismunandi vel. Þetta reyndi gagnrýnandi blaðsins „Le Monde" þó að gera, hann tók að sér það hlutverk „að leika strút", eins og það var orðað, og fannst honum geisladiskurinn svona upp og niður. Bestu dómana fengu eldri lög sem Carla Bruni tók þar upp, t.d. bandaríska lagið „You belong to me" frá 1952, sem hún syngur óneitanlega nokkuð fallega í sínum stíl. Hann hælir einnig lagi hennar við texta eftir rithöfundinn Ullabjakk sem Íslendingum er kunnur af blautlegum svartsýnissögum sínum. En honum líkaði miður vel við lög og texta Cörlu Bruni í franskri vísnasöngshefð og taldi að sá stíll hentaði henni ekki vel. En meðan geisladiskurinn var í undirbúningi, hermdu blaðafregnir að forsetinn treysti því ekki að hlustendur yrðu eins hlutlausir og gagnrýnandi „Le Monde" reyndist vera. Jafnvel var sagt að hann hefði komið á fót „kreppunefnd" í forsetahöllinni til að fylgjast grannt með og koma í veg fyrir allt sem illar tungur kynnu að mistúlka. Og það kom í hlut þessarar nefndar, eins og blöð skýrðu frá áður en geisladiskurinn sjálfur birtist, að velta vöngum yfir hugljúfum ástaróð eftir Cörlu Bruni sem nefndist „Dópið mitt" og byrjar á þessa leið (þess verður að geta að á frummálinu yrkir rímið nokkurn hluta af textanum og er merkingin stundum sveigð undir það, en slíkt fer forgörðum í þýðingu): „Þú ert dópið mitt, eiturlyfið mitt, mín æðsta nautn, þú blómstrar í mestu sætindum sálar minnar. Þú ert dópið mitt, þú ert mín sort af unaðssemdum á dagskrá, ég anda þér að mér, ég anda þér frá mér og ég fell í yfirlið, ég bíð eftir þér eins og maður bíður eftir manna. Þú ert dópið mitt, ég elska þín augu, þitt hár, þinn ilm, komdu hingað svo ég geti bragðað á þér, teygað í mig ilminn, þú ert mín fagra ást, mitt öfugritunarorð. Þú ert dópið mitt, banvænni en heróín frá Afganistan, hættulegri en hvíta duftið frá Kólumbíu, þú ert mín lausn, mitt blíða vandamál." Þetta mun nefndin hafa lagt blessun sína á, því ekki ber á öðru en að lagið og textinn séu á geisladisknum. En sendiráð Kólumbíu í París mótmælti hins vegar hástöfum. Þótt maður skapi menningarviðburð er sem sé ekki hægt að þóknast öllum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Einar Már Jónsson Mest lesið Væri ekki í lagi að gefa Sjálfstæðisflokknum, Framsóknarflokknum og Vinstri-grænum frí? Kjartan Eggertsson Skoðun Glæðing vonar - ekki hjúkrunargreiningin Karen Ósk Björnsdóttir Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson Skoðun Ólögleg meðvirkni lækna Teitur Ari Theodórsson Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun
Þegar þessar línur eru ritaðar er sennilega fullsnemmt að spá um það hver verði talinn helsti menningarviðburður sumarsins í Frakklandi, en eitt hefur þó séð dagsins ljós sem reynist vafalaust skæður keppandi um þennan eftirsóknarverða titil, og það er nýr geisladiskur hinnar vinsælu vísnasöngkonu Cörlu Bruni. Þótt þessi fjölmiðlastjarna væri fræg fyrir hitt og þetta, m.a. fyrir það að vera fyrirsæta á toppinum með öllu sem því fylgdi, svo og ekki síst fyrir að vera fyrirmyndin að persónu (og reyndar hinni verstu norn) í umtalaðri skáldsögu, vakti hún einkum athygli árið 2002 þegar hún sendi frá sér sinn fyrsta geisladisk, sem hét „Einhver sagði mér" og mun hafa selst óhemju vel. Titillagið flutti hún jafnframt á netinu og var þar endurtekið æ ofan í æ viðlagið: „Einhver sagði mér það, hann elskar mig enn." Þar gátu menn heyrt og séð að hún hefur ákaflega litla rödd, en er eigi að síður lagviss, hún hvíslaði lag og texta á mjög „intímískan" hátt ef svo má segja og sló gítargrip undir. Næsti geisladiskurinn, þar sem hún söng ensk ljóð undir sínum eigin lögum, vakti ekki eins mikla athygli, en í þessum þriðja geisladisk sínum snýr hún aftur til upprunans og er það talið lofa góðu. Hann ber heitið „Eins og ekkert hafi gerst", og er öllum ljóst að þessi orð víkja að því að í millitíðinni er Carla Bruni orðin spúsa Nikulásar Sarkozys Frakklandsforseta; um leið og búið var að taka til eftir brúðkaupsveisluna lét hann setja upp upptökuherbergi í forsetahöllinni og þar var geisladiskurinn síðan tekinn upp. Nú er það vitanlega mjög algengt að ungar konur á öllum aldri rauli ástarsöngva og spili undir þeim vinnukonugripin á gítar, með fáeinum viðbótum kannske sóttum utar í fimmundahringinn, en þegar söngkonan er jafnframt forsetafrú landsins verður atburðurinn stærri. Fréttamenn hafa nú skilið heiti geisladisksins sem vinsamlega ábendingu til hlustenda og gagnrýnenda um að gleyma því, en býsna hætt er við því að slíkt takist mismunandi vel. Þetta reyndi gagnrýnandi blaðsins „Le Monde" þó að gera, hann tók að sér það hlutverk „að leika strút", eins og það var orðað, og fannst honum geisladiskurinn svona upp og niður. Bestu dómana fengu eldri lög sem Carla Bruni tók þar upp, t.d. bandaríska lagið „You belong to me" frá 1952, sem hún syngur óneitanlega nokkuð fallega í sínum stíl. Hann hælir einnig lagi hennar við texta eftir rithöfundinn Ullabjakk sem Íslendingum er kunnur af blautlegum svartsýnissögum sínum. En honum líkaði miður vel við lög og texta Cörlu Bruni í franskri vísnasöngshefð og taldi að sá stíll hentaði henni ekki vel. En meðan geisladiskurinn var í undirbúningi, hermdu blaðafregnir að forsetinn treysti því ekki að hlustendur yrðu eins hlutlausir og gagnrýnandi „Le Monde" reyndist vera. Jafnvel var sagt að hann hefði komið á fót „kreppunefnd" í forsetahöllinni til að fylgjast grannt með og koma í veg fyrir allt sem illar tungur kynnu að mistúlka. Og það kom í hlut þessarar nefndar, eins og blöð skýrðu frá áður en geisladiskurinn sjálfur birtist, að velta vöngum yfir hugljúfum ástaróð eftir Cörlu Bruni sem nefndist „Dópið mitt" og byrjar á þessa leið (þess verður að geta að á frummálinu yrkir rímið nokkurn hluta af textanum og er merkingin stundum sveigð undir það, en slíkt fer forgörðum í þýðingu): „Þú ert dópið mitt, eiturlyfið mitt, mín æðsta nautn, þú blómstrar í mestu sætindum sálar minnar. Þú ert dópið mitt, þú ert mín sort af unaðssemdum á dagskrá, ég anda þér að mér, ég anda þér frá mér og ég fell í yfirlið, ég bíð eftir þér eins og maður bíður eftir manna. Þú ert dópið mitt, ég elska þín augu, þitt hár, þinn ilm, komdu hingað svo ég geti bragðað á þér, teygað í mig ilminn, þú ert mín fagra ást, mitt öfugritunarorð. Þú ert dópið mitt, banvænni en heróín frá Afganistan, hættulegri en hvíta duftið frá Kólumbíu, þú ert mín lausn, mitt blíða vandamál." Þetta mun nefndin hafa lagt blessun sína á, því ekki ber á öðru en að lagið og textinn séu á geisladisknum. En sendiráð Kólumbíu í París mótmælti hins vegar hástöfum. Þótt maður skapi menningarviðburð er sem sé ekki hægt að þóknast öllum.
Væri ekki í lagi að gefa Sjálfstæðisflokknum, Framsóknarflokknum og Vinstri-grænum frí? Kjartan Eggertsson Skoðun
Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun
Væri ekki í lagi að gefa Sjálfstæðisflokknum, Framsóknarflokknum og Vinstri-grænum frí? Kjartan Eggertsson Skoðun
Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun